Rökkur - 01.03.1931, Síða 6
4
R Ö K K U R
í'lugmaður og þaulvanur blind-
flugi. — I sumar hefir verið
flogið þrisvar yfir Atlantshaf
(í flugvélum). Kingsford Smitli
liinn ástralski flaug frá Port
Maruock í írlandi til New York
í júní (Southern Cross flugið)
og Costes og Bellonte flugu frá
Le Bourgetflugstöðinni við
París í september til New York
(Question Mark flugið). Boyd
og Connor lentu í Tresco þ. 10.
okt., og liefir ahlrei verið flog-
ið yfir Atlantshaf svo síðla
sumars áður. — Auk framan-
greindra flugmanna flaug von
Gronau vestur um liaf til Vest-
urheims í sumar, en fór ekki í
einni lotu yfir hafið, sem kunn-
ugt er, heldur um Færeyjar,
Island og Grænland, og þótti
það frækilegt flug, en liér að
framan er átt við flug án við-
komu á aðalleiðinni, og er það
því ekki þar talið.
Frá Rúmeníu.
Maniu-stjórnin beiddist jlausn-
ar þ. 6. október, eins ogi hermt var
i skeytum til blaöanna. Carol kon-
ungur tók lausnarbeiðnina til
greina. Tilkynt var jafnframt að
orsökin til lausnarbeiðninnar væri
sú, aö Maniu forsætisráöherra
ætti viö lasleika aö stríöa, en þatS
var ekkert leyndarmál, að Carol
og Maniu greindi á um mikils-
verö mál, enda þótt Carol ætti
Maniu þaö aö þakka, iaö hann
fékk heimfararteyfi og varö kon-
ungur Rúmena. Eins og kunnugt
er skildi hann viö konu sína, Hel-
enu Grikklandsprinsessu, er hann
var krónprins, og bjó síðan er-
lendis með konu að nafni Mme
Lupescu, lengst af í Paris. En
Michael, sonur Carols og Helen-
ai, hlaut konungstitilinn. Þegar
loks skipaðist svo málum, að Car-
ol fékk heimfararleyfi og varð
konungur, var talið víst, að hann
myndi sættast við Helenu. En ekki
verður séð, að fullar sættir hafi
tekist með þeim enn. Er af sum-
um blöðum talið, að lausnarbeiðni
Maniu standi í sambandi við
ágreining milli hans og Carols um
krýningu Carols til konungs. Mun
Maniu ekki hafa þótt ráðlegt að
Carol yrði krýndur til konungs,
nema Heletia yrði krýnd um leið.
En auk þess samdi Maniu og
Manoilescu, samgöngumálaráð-
herranum, löngum illa. Er sam-
göngumálaráðherrann vildarvinur
Carols konungs. —■ Hinsvegar er
Maniuflokkurinn (bændafl.) öfl-
ugasti flokkurinn í landinu og eng-
ar líkur til annars en að hann
verði mestu ráðandi í landinu í
náinni framtíð. En framtíðar-
horfurnar eru ekki sem bestar í
Rúmeníu, því þar eru kreppu-
tímar miklir, og auk þess efast
margir mætir menn þar í landi