Rökkur - 01.03.1931, Síða 36
34
R 0 K K U R
málunum, aðhyltist vcrndar-
tolla og léti nýlendurnar njóta
sérstakra vildarkjara um inn-
flutning til Bretlands, en þótt
verndartollastefnunni aukist nú
fylgi í Bretlandi, þá hefir jafn-
aðarmannastjórnin ekki viljað
aðhyllast hana. Annað mál, sem
rætt hefir verið á ráðstefnunni,
er útnefning landstjóra sjálf-
stjórnarnýlendnanna. — Sjálf-
stjórnarnýlendurnar og írland
hafa borið fram kröfur um það,
að útnefning landstjóranna sé
gerð samkvæmt tillögum ný-
lendustjórnanna og að land-
stjórar hafi sama valdsvið og
varakonungar, þ. e. að þeir
verði fulltrúar konungsins, en
á engan hátt fulltrúar stjórnar-
innar í Bretlandi. Sankey-nefnd-
in svokallaða, hefir haft þetta
mál til meðferðar. Hingað til
hefir sjálfstjórnarnýlenduráðu-
neytið í London verið millilið-
nr milli stjórnanna í sjálfstjórn-
arnýlendunum og konungsins,
en við það vilja sjálfstjórnar-
nýlendurnar ekki sætta sig, þær
vilja að landstjórinn eða vice-
kongurinn sé eini liðurinn milli
jseirra og höfuðsmanns alls
Bretaveldis, þ. e. Bretakonungs.
Samkvæmt fregn í Chicago Tri-
bune hefir ríkisstjórnin breska
nú fallist á þessa kröfu sjálf-
stjórnarnýlendnanna í grund-
vallaratriðum (principielt), og
er þá væntanlega að eins eftir
að ganga frá formlilið málsins.
Bendir yfir höfuð alt til þess,
að sjálfstjórnarnýlendurnar
muni í framtíðinni fara sinar
eigin götur, og geta eigi, sem
eðlilegt er, altaf sett liag alrík-
isins efstan, ef þeirra eigin rétt-
ur verður af þeirri orsök á ein-
hvern iiátt fyrir borð borinn.
En um liitt verður ekki efast,
að liin þjóðernislegu bönd, sem
binda breska menn saman,
víðsvegar um heim, eru regin-
sterk, og Bretar eru yfirleitt
mjög konunghollir menn. —
Hinsvegar er það ljóst, að ósam-
komulag um stefnur í viðskifta-
málum, geta haft miður góðar
afleiðingar, og að það hlýtur
að hafa hafa veikjandi áhrif, ef
samkomulag næst ekki í þess-
um málum á alríkisstefnunni.
II.
Samkvæmt Lundúnablaðinu
Daily Mail þann 8. nóv., voru
horfurnar orðnar betri á því,
að deilurnar um viðskiftamál-
in leiddi ekki til þess, að slíta
yrði ráðstefnunni, án þess að
nokkur árangur vrði. Þó gerðu
menn sér ekki meiri vonir en
það, að bráðabirgðasamkomu-
lag næðist, — bráðabirgðasam-
komulag, sem forsætisráðherr-
ar sjálfstjórnarnýlendnanna, er
ráðstefnuna sóttu, að eins fall-