Rökkur - 01.03.1931, Side 40
ROKKUR
38
i;- komiö því til lei'ðar, að stofnuð
hefir verið sérstök deild, sem hef-
ir með höndum, ýms störf þessu
viðvíkjandi, svo og að annast út-
gáfu og úthlutun ritlinga um
br.nnið.
Tungumálanám í U. 8. A.
250.000 skólabörnum í Banda-
ríkjunum er nú kend spönsk
tunga, samkvæmt skýrslum
fræðslumálastjórnarinnar. —
Spönskunám eykst hröðumi fetum
í Bandaríkjunum. Árið 1910 var
tala spönskunemanda að eins tæp
5000. Auk þeirra, sem taldir hafa
verið, eru 22,000 spönskunemend-
ur í einkaskólum og í mentaskól-
um um 100.000. Á styrjaldarárun-
um fækkaSi þýskunemendunum
aíar mikið, en spönskunemendum
fjölgaði aS sama skapi. Latínu-
nemendum hefir og fækkaS mjög
mikiS. Frakkneskunemendur eru
þó enn fleiri í Bandaríkjunum en
spönskunemendur. Hefir þeim
fjölgað um helming, miðaS jvið
nemendatöluna fyrir 25 árum.
Bandaríkjamenn leggja mikla
áherslu á spönskunám vegna viS-
skiftanna viS SuSur-Ameríku.
Stanley Baldwin heldur velli.
Deilur miklar liafa verið í
íhaldsflokknum breska um það,
hvort Stanley Baldwin sltuli
vera áfram leiðtogi flokksins.
Var flokksþing iialdið i Caxton
Hall, Westminster, um mánaða-
mótin október og nóvember,
lil þess að ræða málið og taka
ákvörðun í því. Fór að umræð-
um loknum frain leynileg at-
kvæðagreiðsla og urðu úrslit
þau, að 462 fulltrúanna vildu
hafa Baldwin áfram fyrir aðal-
leiðtoga flokksins, en 116
greiddu atkvæði á móti því.
Prométhée
heitir frakkneskur kafbátur,
sem hleypt var af stokkunum i
Cherbourg í októberlok. Kaf-
báturinn er 292 ensk fet á lengd
og 1550 smálestir að stærð.
Hann er útbúinn með tveimur
500 hestafla vélum og nær 15
hnúta hraða á yfirborði sjávar,
en í kafi getur hann farið með
8 hnúta liraða og er þá knúinn
áfram af tveimur rafmagnsvél-
um, sem framleiða 600 hestöfl.
Kafbátur þessi getur verið
mánaðartíma að heiman, án
þess að bæta á sig olíuforða.
Tundurskeytaop kafbátsins eru
12 að tölu. Auk J>ess hefir kaf-
báturinn 2 1V2 þml. fallbyssur.
Ásakanir Kelly’s.
Þess var áður getið í Bökkri,
að maður að nafni Balpli Kelh',