Rökkur - 01.03.1931, Side 17

Rökkur - 01.03.1931, Side 17
ROKKUR 15 efla vináttu og skilning meðal íslendinga og Dana. Er það og skoðun margra góðra íslend- inga og Dana, að traustur grundvöllur að sliku starfi verði þá fjæst lagður, er stjórn- málasambandinu milli land- anna hefir verið slitið að fullu og öllu. Skrif ýrnissa danskra manna á þessu ári hafa leitt í ljós skilningsleysi og skort á samúð í garð islensku þjóðar- innar, en þess ber og að geta, að dæmi eru þess, að danskir menn hafa að undanförnu skrifað af glöggum skilningi og hlýjum lmga um Island, ís- lendinga og islenska menningu. Það er því ekki nema réttmætt, þar sem Danir hafa verið víttir að makleikum fyrir sín skiln- ingslausu skrif um ísland, að því sé á lofti haldið, er skrifað er af glöggum skilningi um fs- land í dönsk blöð. Eg liefi ný- lega átt kost á að sjá grein um ísland í dönsku blaði, grein, sem er skrifuð af svo hlýjum huga og góðum skilningi gagn- vart Islendingum, að það mun mjög sjaldgæft að þannig sjá- ist skrifað um íslendinga í dönsk blöð. Grein þessi kom ekki í stórhlaði. Hún var birt í blaði stúdenta, „Akademiker- en“, sem er gefið út af „Stu- denterforeningen“. Ritstjóri blaðsins er Victor Vilner, en greinin, sem um er að ræða lieitir „Efter Islandsfærden“ og er liöfundur hennar Felix Nör- gaard. Höf. getur þess þegar í upphafi greinar sinnar, að ís- landsferðin hafi orðið mönnum til ógleymanlegrar ánægju. Náttúrufegurð Islands hafi vakið lotningu og undrun í livers manns Iiuga og þjóðin liafi vakið aðdáun heimsækj- endanna. Þeim tilfinningum, sem öflugastar voru í hugum Iieimsækjendanna, er þeir héldu heim á leið, verði best lýst með orðum Mattlúasar Jochumssonar, sem hann kvað 1874: Eftir þúsund ára spil, Ægirúnum skrifað, Eitt er mest: Að ertu til, Alt, sem þú hefir lifað. Islendingar, segir Nör- gaard, Iiafa átt við óblið nátt- úruöfl að stríða. Landið er af- skekt — langt norður í Atlants- liafi. Það ér því ekkert kynlegt þólt þessi óblíðu kjör liafi mót- að þjóðina, Islendingar séu vinnusamir, nægjusamir, óblíð- lyndir, ómannblcndnir og sjálf- stæðir. Þungsækin og erfið bar- átta fyrir daglegu viðurværi hefir hert þjóðina, enda verði að meta íslendinga eftir öðrum mælikvarða en Dani. Höf. drep- ur þvínæst á gullöld Islands og

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.