Rökkur - 01.03.1931, Qupperneq 89
R 0 K K U R
87
sagði fanginn, „en segðu mér, hve
liátt ertu að grafa?“
„Við gólfflöt.“
„Hvernig kemurðu i veg fyrir, að
fangavörðurinn taki eftir þvi, hvað
þú hefir fyrir stafni?“
„Rúmið mitt er við vegginn á þess-
um stað.“
„Hefir rúmið nokkru sinni verið
fært, síðan þú varst settur í þenn-
an klefa?“
„Nei.“
„Hvaðan er gengið inn í klefa
þinn ?“
„Úr göngunum.“
„Og hvaðan er gengið inn i göng-
in?“
„Úr fangagarðinum.“
„Æ,“ andvarpaði fanginn.
„Hvað er að?“ kallaði Dantés.
„Alt strit mitt og útreikningar lief-
ir verið til einskis, — vegna einnar
skekkju á uppdrætti þeim, sem eg
gerði, — svo að munar alt að
15 fetum. Og eg hélt, að veggur-
inn, sem þú ert að brjótast i gegn-
Um, væri útveggur.“
„Við sjóinn?“
„Eg vonaði, að svo væri.“
„Og ef svo hefði verið?“
„Þá hefði eg varpað mér í sjóinn
og synt til einhverrar eyjunnar hér
í nánd,Daumeeyju eða Tibouleneyju.
Og hefði eg komist ]>angað, hefði
niér eigi verið hætt.“
„Hefðirðu getað synt svo langt?“
„Guð mundi hafa gefið mér krafta
Hl þess. — Og nú er öll von úti.“
„Öll von úti?“
„Já. Hættu að grafa. Fyltu gatið,
svo þess sjáist engin merki, hvað þú
hefir haft fyrir stafni. Bíddu svo,
uns eg geri þér aðvart.“
„Segðu mér að minsta kosti hver
bú ert!“
„Eg er, — eg er fangi nr. 27.“
„Treystirðu mér ekki,“ hrópaði
Dantés.
Og honum fanst kveða við berg-
mál hæðnishláturs.
„Hlustaðu á mál mitt,“ hrópaði
Dantés, — því hann óttaðist, að
fanginn mundi ekki koma aftur.
„Eg er kristinn maður. Eg sver við
nafn Ivrists, að heldur léti eg líf
mitt, en að láta böðla þá, sem kvelja
okkur hér, komast að hinu sanna.
Hættu ekki að tala við mig, ella rek
eg höfuð mitt í vegginn og rota mig
til dauðs. Mér er bláköld alvara.
Eg get ekki lifað lengur einn og
yfirgefinn. Hafðu ekki sjálfsmorð
mitt á samvisku þinni.“
„Hve gamall ertu? Þú virðist
vera ungur maður.“
„Eg veit ekki hve gamall eg er,
því eg hefi ekki talið árin, sem eg
hefi verið hér. Eg veit það eitt, að
eg var réttra nítján ára, er eg var
handtekinn, en það var þann 28.
febrúar 1815.“
„Tæpra tuttugu og sex ára,“ sagði
fanginn. „Á þeim aldri er enginn
maður svikari.“
„ó, nei, nei,“ kallaði Dantés,
trúðu mér, fyr léti eg lífið en að
svikja þig í trygðum.“
„Það var vel, að þú mæltir svo,
því mér liafði dottið annað ráð i
hug — eg ætlaði ekki að skifta mér
af þér. Eg trúi þér nú, aldurs þíns
vegna. Eg skal koma aftur. Þú mátt
búast við mér.“
„Hvenær?“
„Eg verð að vera viss um, að öllu
sé óhætt. Eg skal gefa þér merki.“
„En þú mátt ekki yfirgefa mig.
Annaðhvort verður þú að koma til
mín eða eg til þín. Við leggjum á
flótta saman. En ef við getum það
ekki, þá getum við talast við — um
ástvini okkar, eg um mína og þú