Rökkur - 01.03.1931, Síða 22
synlegar ráðstafanir viðvíkj-
andi vanhirtum jörðum, láta
af hendi land við atvinnu-
lausa menn, sem skortir fjár-
magn eða annara orsaka vegna
geta ekki fengið land til rækt-
unar, og gera ráðstafanir til
þess að atvinnuleysingjar geti
fengið nauðsynlega æfingu við
og þekkingu á landbúnaði.
Útgjöld vegna „The Agricul-
tural Land Gorporation“ eru
áætluð ein miljón sterlings-
punda og útgjöld til útvegunar
lands handa stórbýlunum finnn
miljónir og sjö hundruð þús-
und sterlingspund. Auk þess er
gert ráð fyrir, að hinir atvinnu-
lausu, sem gerast jarðræktar-
menn, fái reksturslán. Eru lán-
veitingar i þvi skyni áætlaðar
275.000 sterlingspund á 1000
býli.
Stjórnmálahorfur
í Frakklandi.
i,
Fundir i frakkneska þinginu
hófust 3. nóvember, að loknu
þriggja mánaða fundahléi. Um
það bil og þing var sett, var álit
margra, að hætt væri við stjórn-
arfalli, en þó voru ýmsir, sem
kunnir eru frakkneskum stjórn-
málum, sem töldu litla hættu á
ferðum fyrir stjórnina, þótt svo
færi, sem búist var við, að rót-
tækir og liægfara jafnaðarmenn
sameinuðust í atlögum gcgn
stjórninni ])egar i þingbyrjun,
fyrir ýmsar gerðir hennar. 1
fyrrahaust, þegar þing kom
saman, var óhjákvæmilegt, að
taka fjármálin þegar til athug-
unar og ganga frá þeim fyrir
áramót, en Tardieu fékk kom-
ið því til leiðar, að byrjun fjár-
hagsársins hefir verið færð til
1. apríl, og er því engin bráð
nauðsyn að hraða um of um-
ræðum fjármálanna, en hægt
verður að taka önnur mál, sem
ekki þola bið, til athugunar nú
þegar. Aðalmálin, sem búist var
við að ])ingið tæki til meðferð-
ar fyrstu vikurnar, voru utan-
ríkismálin, ekki síst með til-
liti til ýmissa atburða, sem
gerst hafa í Þýskalandi
að undanförnu, og deilu-
mál Frakka og ítala. Járn-
brautarlagningu í Sahara og
ýmsar umbætur í nýlendunum
átti og að taka til athugunar
og síðast en ekki síst landvarn-
armálin. Kunnur stjórnmála-
ritari enskur, sem skril'aði um
horfurnarí frakkneskum stj órn-
málum rétt fyrir þingbyrjun,
taldi nokkurn veginn víst, að
Tardieu mundi verða nægilega
liðsterkur á þingi fyrst um sinn,
a. m. k. til áramóta, ef ekkert
óvænt kæmi fyrir, svo sem að
Þjóðverjar neituðu að halda
áfram skaðabótagreiðslunum