Rökkur - 01.03.1931, Side 61

Rökkur - 01.03.1931, Side 61
R 0 K Iv U R 59 ..Litla systir,“ sagSi hann, .Jjúktu upp, eg verö aö komast ut.“ Litla systir lauk þá upp fyr- ir honum og mælti: ,,í kveld verð- ur ]>ú að vera kominn hér aftur og segja það, sem þú átt aö segja.“ Þegar nú konungurinn og veiði- niennirnir sáu aftur rádýrskálfinn nieð gullna hálsbandið, þá hófu þeir allir eltinguna í senn. En hann var skjótfættari og léttfættari en SVO, að þeir fengju náð honum. Á þessu gekk liðlangan daginn, en loksins um kveldið hafði veiði- mönnunumi þó tekist að umkringja hann, og einn þeirra fékk sært hann lítillega i fótinn svo að hann varð stinghaltur og varð að hægja rásina. Einn af veiðimönnunum veitti honum eftirför heim að hús- inu og heyrði hann kalla: ,,Litla systir mín, ljúktu upp fyrir mér,“ °g' sá hann að hurðin var opnuð fyrir honum þegar í stað. Veiði- rnaðurinn tók vel eftir öllu og setti það á sig, fór síðan til konungs og sagði honum, hvað hann hafði heyrt og séð. ,,Á morgun freistum við þá veiðinnar að nýju,“ mælti honungur. Litla systir varð dauðhrædd, er hún sá að rádýrskálfurinn var saerður. Hún þvoði blóðið úr sár- ’nu, lagði við það græðandi jurt- lr og mælti: „Legstu nú í bólið l’ht, rádýrskálfur litli, svo að þér geti batnað.“ En sárið var ekki meira en það, að rádýrskálfurinn fann ekkert til þess morguninn eftir. Og þegar hann heyrði verðimannalætin úti fyrir mælti hann: „Eg eiri mér ekki inni, eg verð að vera með í þessu. Það skal verða bið á því, að þeir nái mér.“ En litla systir grét og sagði: „Nú munu þeir drepa þig, og þá verð eg alein hér í skóginum og yfirgefin af öllurn; eg sleppi þér ekki út.“ •—• „Þá dey eg hér fyrir augum þér af harmi,“ sagði rá- dýrskálfurinn. „Þegar eg heyri veiðihornið gjalla, þá ræð eg ekki lengur við mig.“ Þá var ekki ann- að fyrir, litla systir mátti til að ljúka upp fyrir rádýrskálfinum, þó að henni félli það þungt, en hann stökk léttur og kátur út í skóginn. Og er konungurinn sá hann, sagði hann við veiðimenn sína: „Eltið þið nú dýrið í allan dag og fram á nótt, en gætið þess vel, að gera því ekkert mein.“ Þegar sól var runnin til viðar, sagði konungur við veiðimennina: „Komið nú og sýnið mér skógar- húsið.“ Og er hann var kominn að húsinu, drap hann högg á dyrnar og kallaði: „Ljúktu upp fyrir mér, elsku litla s.ystir mín.“ Þá var lokið upp dyrunum og gekk konungurinn inn og sá þar standa stúlku svo fagra, að jafn fagra hafði hann aldrei augum lit-. iÖ. Stúlkunrii brá í brún þegar hún sá, að það var ekki rádýrskálfur-

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.