Rökkur - 01.03.1931, Page 10

Rökkur - 01.03.1931, Page 10
8 R O K K U R verkalýðsfélaga. Þar sem nú má telja víst, að stjórnin beri fram frumvarp um afnám þessara laga, en skortir magn til að koma afnáminu í gegnum ]>ingið, er alment talið að nýjar kosningar muni fara fram i Bretlandi snemma á næsta ári. Viðskifti Rússa og Bandaríkjamanna eru að aukast, þrátt fyrir það að Bandarikin hafa enn eltki viðurkent ráðstjórnina rúss- nesku. Frá 1. sept. 1929 til 1. sept. 1930 fluttu Rússar inn vör- ur frá Bandaríkjunum fjTÍr 145 milj. dollara, en á sama tíma höfðu Bandaríkjam. keypt frá Rússum fyrir 32 milj. dollara. Yiðskiftin liafa aukist um 28% miðað við sama tímabil 1928— 1929. Um leið og tölur þessar voru birtar var þess getið, að Rússar hefði pantað landbún- aðarverkfæri í Bandarikjunum fyrir 50 milj. dolllara. Ford og framtíð verkalýðsins. Nýlega er komin á markað- inn bók, eftir Hcnry Ford, bif- reiðakonginn ameriska. Heitir bók þessi „Moving Forward“. 1 bók þessari spáir Ford þvi að árið 1950 verði lágmarkslaun verkamanna vestra fjórir doll- arar á klukkustund og fimm vinnudaga vika verði viður- kend í ölium menningarlönd- um. Ford hefir enga trú á því, að hægt sé að bæta úr atvinnu- leysinu með því að takmarka framleiðsluna, heldur eigi að framleiða sem mest og fram- kvæma framleiðsluskiftinguna á vísindalegan hátt. Það er verðmæti framleiðslunnar, seg- ir Ford, sem kaupið á að mið- ast við, en ekki það hve mikið menn þurfa til framfærslu sér. Með hærri launum vaxa kröf- ur manna og framleiðslan get- ur haldið áfram að vaxa ó- hindrað. Skuldaskifti Rússlands og Bretlands. Nefnd manna hefir verið skipuð til að ræða um skulda- kröfur Bretlands á hendur Rússum og sitja í henni all- margir kunpir menn, breskir og rússneskir. Eru það skuld- irnar frá keisaraveldisdögun- um, sem um er að ræða, og nema þær með vöxtum um 4 biljónum dollara. Neitaði ráð- stjórnin i upphafi að viður- kenna skuldir þessar, en hefir nú fallist á, að málið verði rætt i nefnd.

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.