Rökkur - 01.03.1931, Blaðsíða 71
R 0 K K U R
69
giftra kvenna engu síður en
ógiftra. Liggur í augum uppi,
að nieð þessu fyrirkomulagi,
að nota vinnukraft hvers ein-
staklings, þar sem útilokað er,
að nokkur einstaklingur geri
aðrar kröfur til lífsins en hin-
ir vísu feður vilja vera láta, —
er hægt að framleiða ódýrt. Nú
þýðir ekkert annað en kannast
við það, að kommúnistar eru
vafaíaust þeirrar skoðunar
sjálfir, að þeir séu hér að
kanna nýjar leiðir, sem séu þær
einuréttu. Þeirfara ekki troðn-
ar götur. Þeir bylta öllu um
og það verður ekki af þeim
tekið, að þeir eru að byggja
í staðinn, En hitt er annað mál,
að i augum annara þjóða yfir-
leitt hryllir menn við að
hugsa til afleiðinganna af
stefnu kommúnistanna. Um
það þarf ekki að fjölyrða. All-
ir hugsandi menn munu sjá,
hvaða hættur eru samfara því
fyrirkomulagi, sem að framan
er lýst. Aðeins eitt hinna
mörgu mikilvægu atriða skal
nefnt: Hvernig verður sú kyn-
slóð, sem elst upp án heimilis-
áhrifa, — elst upp við enga ást,
enga móðurlega umönnun?
Hvernig verða liörnin, sem
fara úr móðurlífi í arma hjúkr-
unarkonunnar, þaðan til kom-
múnistiskra kennara og loks í
vinnuverksmiðjuna og skálann,
þar sem hver maður liefir sitt
lierhergi og sitt sæti í matskál-
anum, — þar sem í stuttu máli,
öll áhrif til þess að þroska ein-
staklinginn ern útilokuð?
Hvernig verða þeir menn, sem
aldrei þurfa að leggja neitt á
sig fyrir börnin sín og' konu
sína, aldrei liafa það á tilfinn-
ingunni, að þeir vinni fyrir sig
og sina? Verður starf manna
fyrir hið kommúnistiska ríki,
nægileg uppbót fyrir alt það,
sem menn missa? Ef til vill,
en ótrúlegt er það, því til þess
þarf að gerbreyta mannlegu
eðli. En kommúnistar setja
ekki slíkt fyrir sig. Hvað sem
gerist í Rússlandi á næstu ár-
um, — en um það er erfitt að
spá, — þá er það víst, að kom-
múnistiskum áhrifum er hver-
vetna að hraka í heiminum.
Einmitt þá, þegar kommúnist-
iska aldan er hvervetna að
lækka, nema ef til vill í Rúss-
landi, — rjúka menn til og
stofna kommúnistiskan flokk
hér úti á íslandi! Einnig í vit-
leysunni verðum við íslending-
ar að vera nokkrum árum á
eftir öðrum þjóðum.