Rökkur - 01.03.1931, Side 91
R 0 K K U R
89
Andartaki síðar varð Dantés
þess var er hann hafði tekið stóra
steininn frá, að hellan, sem hann
studdi höndum sínum á, fór að
síga. Hann hallaði sér aftur og"
horfði á helluna, steina og mold
hrynja niður, en op myndaðist liar
fvrir neðan, sem hann sjálfur hafði
grafið. Hann leit niður, en sá ekk-
ert i svip, en hráðlega rak fanginn
höfuðið upp úr opinu, og í andar-
taki var hálfur búkurinn kominn
upp úr. Fanginn vatt sér því næst,
furðu léttilega, inn í klefann.
XVI. kapítuli.
Italskur fræðimaður.
Dantés tók þessum vini, sem
hann hafði þráð svo lengi og heitt,
af hinum mesta fögnuði. Hann dró
hann með sér út að gluggaholunni,
því þótt eigi bæri rnikla birtu inn
á milli járnrimlanna, þá gat hann
þó séð nokkurn veginn þar, hvern-
ig þessi félagi hans og vinur var
útlits. Fanginn var maður lítill
vexti og' hár lians farið að hvítna,
af mótlæti og sorgum frekar en
elli, augun voru djúp og augnaráð-
ið rannsakandi, augnabrúnir grá-
ar og þykkar, en skeggið ’sítt og
enn dökt á lit, næstum svartar.
Andlitslínurnar voru hreinar og
skýrar og svipurinn allur bar þess
merki, að hér var um andans
mann að ræðá en ekki mann, sem
mótast hafði af líkamlegu erfiði
einu. Svitadropar höfðu sprottið
fram á enni.honum, en klæðnaður
hans var tötralegur og gauðrifinn,
og huldi vart nekt hans. Ókunnug-
ur maður mundi hafa giskað á, að
fanginn væri sextíu eða sextíu og
fimm ára gamall, en samt varð það
ráðið, við nánari efti.rtekt, af hin-
um snöggu hreyfingum hans, sem
báru furðanlegum lífsþrótti vitni,
að fangavistin en ekki eilin liafði
merkt hann svo sem raun hafði á
orðið. Fanganum hafði bersýnilega
hlýnað um hjartaræturnar við hin-
ar hlýju kveðjur Dantésar. Alúðar,
gleði og þakklætishugsanirnar, sem
hann fann streyma til sín frá ung-
iingnum þjáða, vljuðu honum um
hjartaræturnar, ráku að fullu burt
kuldann og efasemdirnar, sem i
fyrstu höfðu ráðið breytni hans
gagnvart Dantési. Það var eins og
fanginn hefði skyndilega komist
þangað, sem sólin náði að skína á
hann. Hann þakkaði Dantési hjart-
anlega fyrir góðar móttökur, enda
þótt honum væri sár vonbrigði að
því að hafa fundið fyrir aðra
myrkvastofu, þar sem hann hafði
búist við að finna frelsið.
„Nú skulum við fyrst athuga,
hvernig við getum búið svo um, að
þess sjáist engin merki, að eg hefi
komið hingað. Alt veltur á því, að
fangaverðirnir fái engan grun um,
að við getum hitst.“
Fanginn gekk aftur að opinu og
lvfti steininum, eins og væri hann
fis, og lagði hann á sinn stað.
„Þú fórst mjög ógætilega að því
að losa þennan stein. En þú hefir
auðvitað ekki haft neitt notandi
verkfæri?“
„Þú hefir þó ekki haft verkfæri?“
spurði Dantés undrandi.
„Eg bjó mér til nauðsynleg verk-
færi, meitil, klípitöng og járnstöng,
Mig vantaði aðeins þjöl. —“
Mér. leikur hugur á að sjá þessi
verkfæri — ávöxt iðju þinnar og
þölinmæði.“
,,.Tæja, hérna er meitillinn minn,“
svaraði fanginn og sýndi honum
sterklegan, beittan meitil með