Rökkur - 01.03.1931, Qupperneq 16
14
ROKKUR
um og kynjum í Þýskalandi, er
lieim kom, eins og geta má
nærri. M. a. sæmdi þýska flug'-
mannafélagið von Gronau heið-
urspeningi úr gulli. Hafa að eins
22 flugmenn áður hlotið þá
sæmd, m. a. Húlinefeld, Koeld,
Fitzmorris, Warthausen og dr.
Eekener. — Þ. 25. sept. gekk
Gronau fyrir Hindenburg for-
seta. Ræddust þeir við góða
stund um flugmál og leiddi for-
setinn þvínæst von Gronau út
með gjöfum.
Frá Bretlandi.
Enda þótt á þriðju miljón
verkamanna í Bretlandi séu
skrásettir atvinnulausir, þá eru
10 miljónir vinnandi karla og
kvenna í landinu eða 700,000
fleiri en fyrir 5 árum síðan. Af
skýrslum, sem birtar voru í lok
septembermánaðar, verður enn-
fremur séð, að 7% fleiri verka-
menn hafa atvinnu i öllum iðn-
aðargreinum en 1924 og að 13%
meira af hráefni er notað til
vinslu nú en þá. Við framleiðslu
hifreiða, silki, rafmagnsáhalda,
loftskeytatækja o. fl. vinna
9,5% fleiri en 1924. Álíka marg-
ir hafa atvinnu við fiskveiðar
og fyrir 5 árum, en langtum
færri í kolanámum, 1,074,000,
en voru 1,260,000 árið 1924.
Verndartollastefnan
í Bretlandi.
Verndartollastefnunni í Bret-
landi virðist stöðugt vera að
aukast fylgi, ekki síst meðal
kaupsýslumanna. Hefir nýlega
verið stofnað ópólitískt þjóð-
fulltrúaráð, sem liefir það
markmið, að reisa við iðnað og
verslun Breta. hiins og getið
liefir verið um í skeytum, var
aðal hvatamaður þess Sir
William Morris, bifreiðafram-
leiðandi. — Þjóðfulltrúaráðið
liygst að leita samvinnu við
verkamenn til þess að knýja
þing og stjórn til þess að koma
á verndartollum.
íslendingar og Danir.
Allmargir Danir komu liing-
að á Alþingishátíðina. Og marg-
ir þeirtra skrifuðu um ferð sína,
lýstu því, sem fyrir augun bar
og rituðu margt um íslensk
mál og íslenska menn. Þótti ís-
lendingum sannast hér sem
fyrri, að Dani skorti skilning á
íslendingum og því, sem ís-
lenskt er. Og óneitanlega er
það lýsandi, að meiri skilnings
í okkar garð skuli gæta á meðal
stórþjóðanna, heldur en meðal
sambandsþjóðar vorrar, því á
undanförnum árum hefir verið
lögð talsverð stund á það, að