Rökkur - 01.03.1931, Síða 48
46
R O K K U R
hefir spilt mönnunum. Menn
vilja veita sér alt — eða láta
veita sér alt, ef menn geta það
ekki sjálfir, láta aðra gera það
— eða ríkið.
Vegna falsljóma borgamenn-
ingarinnar liafa borgirnar yf-
irfylst, og víðast, ef eitthvað
ber út af, lendir í stórvand-
ræðum. Þess vegna hallast
menn meir og meir að því, að
beina hugum fólksins til sveit-
anna. Þess vegna er reynt að
koma þjóðræktarmálunum í
rétt liorf — jafnhliða jarð-
ræktarmálunum. Það er í
rauninni úrlausn þessara
mála, sem framtið þjóðanna
er undir komin. Þetta eru í
rauninni þýðingarmestu mál-
in, sem vitrustu menn þjóð-
anna berjast fyrir nú á dög-
um. Og það er einmitt orsökin
til þess hve liægt hefir miðað,
hér og' annars staðar, að menn
komu ekki strax auga á þann
sannleika, að ræktun fólksins
mátti ekki vanrækja. Vegna
vanrækslu þjóðræktarinnar
veiktist hvervetna trúin á
landið — eða glataðist alveg
og sterkustu stoðunum var
kipt undan þýðingarmesta at-
vinnuveginum. — Borgirnar
gleyptu aukningu fólksins í
sveitunum og meira til, en
fólkshnignunin í borgunum
fylgdi fast eftir. En nú virðist
svo, sem menn séu að komast
á réttar leiðir. (Sbr. t. d. til-
lögur Lloyd George, seni ann-
arsstaðar er vikið að í Rökkri.
Hér á landi er enn sem komið
er ekki neitt atvinnuleysi að
ráði, en hér er sjáanlegur vísir
til alls þess ófagnaðar, sem
dunið liefir yfir aðrar þjóðir
vegna vanrækslu þjóðræktar-
málanna. Hvað gert hefir ver-
ið liér á landi landbúnaðinum
til eflingar er því mikils um
vert. Þar hafa margir menn og
af öllum flokkum átt hlut að.
Mistök hafa ýms orðið, en fer
vonandi fækkandi með aukn-
um þroska og reynslu. Og ósk-
andi væri, að hægt væri að
taka ræktunarmálin út úr
stjórnmáladeilunum. Þar er
sannarlega mál, sem allir
flokkar ætti að sameinast um.
Nýi tíminn þarf að eignast lif-
andi trú á framtíðargengi
landbúnaðarins, hvaða leiðir
sem valdar verða i einstökum
greinum. Sveitaskólarnir ný-
stofnuðu ættu að geta orðið
þýðingarmiklar menningar-
stöðvar í sveitunum, þar sem
ungmenni landsins bæði öðlast
kunnáttu og trú til ræktunar-
starfa. Með stofnun sveita-
skólanna er stefnt í rétta átt.
Stjórnendum slikra stofnana
eru lagðar miklar og' helgar
skyldur á herðar og þess vegna