Rökkur - 01.03.1931, Blaðsíða 92
90
R Ö K K U R
beykiviðarskafti, er hann hafði
falið innan klæða sinna.
„Hvernig gastu búið þetta til?“
spurði Dantés enn meira undrandi.
„Ur brotum úr rúminu minu. Og
með þessu verkfæri hefir mér tek-
ist að grafa göng alla leið til þín
— fimtiu feta löng göng — eða vel
það.“
„Fimtíu feta löng,“ hrópaði
Dantés undrandi.
„Talaðu ekki svona hátt, piltur
minn. Það kemur oft fvrir í fang-
elsinu, að leynisnápar eru settir á
vörð fyrir utan klefadyr, til þess
að hlera eftir samræðuxn fang
anna.“
„En þeir halda, að eg sé einn
hér.“
„Það gerir engan mismun.“
„Þvx segist hafa grafið fimtíu feta
löng göng —?“
„Vissulega, eins og þér hlýtur að
skiljast, þá tók eg skakka stefnu —
vegna þess að mig skorti stærð-
fræðileg tæki til útreikninga. Eg
hélt, að eg væri að grafa að út-
vegg, en í útreikningum minum
skakkaði um tíu fet. Eg ætlaði
mér að varpa mér í sjóinn, þegar
mér hefði tekist að grafa mig út.
Eg hefði átt að grafa í aðra átt og
neðar. Erfiði mitt var alt til einskis.“
Þeir ræddu nú fr'am og aftur um
möguleikana til þess að flýja, en
fanginn komst að jxeirri niðurstöðu,
að þeim væri öll sund lokuð.
„Það er guðs vilji, að við eigum
að vcra fangar áfram,“ sagði hann
og varð alt i einu svo þreytulegur,
að Dantési brá við. Hann leit út
eins og maður, sem lengi hafði al-
ið stóra og fagra von, en alt i einu
hafði mist trúna á, að hún myndi
rætast. Og þannig var líka ástatt
fyrir fanganum. Dantés gleymdi
sjálfum sér og raunum sínum og
vonbrigðum á þessari stundu, hann
vorkendi fanganum og honum varð
hlýrra til hans með hverju andar-
takinu sem leið.
„Segðu mér hver þú ert,“ sagði
hann loks.
„Það skal ég gjarnan,“ svaraði
fanginn, „ef þig langar enn til að
vita það, nú, er ég get ekki orðið
þér að liði í neinu.“
„Þú getur hughreyst mig, — þú
virðist gæddur rniklu lxreki.“ Fang-
inn brosti við, en það var þó rauna-
svipur á andliti hans.
„Eg er Faría ábóti,“ sagði hann,
„og ég hefi verið fangi í If-höll frá
árinu 1811. En þar áður hafði ég
verið fangi um þriggja ára skeið í
Fenestrelle-víginu. Árið 1811 var ég
fluttur til Piedmont í Frakklandi.
Um þetta leyti komst ég að því, að
forlögin, sem virtust í öllu hlaða
undir Napóleon, höfðu enn orðið
honum hliðstæð. Napoleon hafði
eignast son, sem í vöggunni hlaut
tililinn „konungur Róma-borgar“.
Því var fjarri, að ég byggist við
þeirri breytingu, scm þú hefir sagt
mér frá, að þessum mikla valda-
manni yrði hrint af veldisstóli.
Ilver er þá, meðal annara orða, við
völd í Frakklandi nú? — Napóleon
II. ?“
„Nei, — Lúðvík XVIII.“
„Bróðir Lúðvíks XVI.! Vegir for-
sjónarinnar eru furðulegir. Hvaða
huldar orsakir geta legið til þess,
að sá, sem áður var svo voldugur
og hátt settur, var knúinn i duftið,
og að sá, sem fallinn var, hefir
verið hafinn til vegs og virðingar
af nýju?“
Dantés undraðist stórlega, að
Ixessi maður skyldi geta gleymt sín-