Rökkur - 01.03.1931, Side 83
ROKKUR
81
stefndi. Unnið hefir verið að
því, að bændur tækí upp marg-
breytilegri ræktun og fram-
leiðslu, en á meðan jörðin sí-
felt gefur ríkulegan ávöxt, án
þess að mikið sé fyrir henni
baft, freistast menn til að balda
áfram rányrkjunni, uns frjó-
efnaauðlegð jarðvegsins er að
þrotum komin. Þessi einliæfa
framleiðsla hefir reynst tví-
eggjað sverð. Hún hefir stund-
um fært bændum stórgróða, en
stundum stórtap. Þessi einhæfi
búskapur er áliættuhúskapur.
Og hann hefir til þessa bygst á
ránvrkju, þótt það sé nú óðum
að breytast. Stefnan sveigist nú
vestra meira í áttina til marg-
þættari búskapar, bæði vegna
þess að sú búskaparaðferð
borgar sig betur og að gæði
landsins viðhaldast, ef henni er
fvlgt. Rússland er líka komið
aftur inn á kornmarkaði lieims-
ins. Hveiti og rúgframleiðsla
heimsins er nú 40% meiri en
1900, en íbúatala lieimsins liefir
aðeins aukist um 20%. — Þeg-
nr kornuppskeran er mest og
verðið lágt brenna bændur
vestra á stundum korninu. Það
er ódýrasta eldsneytið. En í
stórborgunum svelta menn í
tugþúsundatali. Þar eru sífeld-
ar orustur liáðar í sambandi við
vinnumálin. Þar er eilíf tog-
streita. Það eitt ræður úrslitum
í deilunum milli vinnuveitenda
og verkamanna bverir eru öfl-
ugri — halda lengur út. En
margir vitrir menn ætla,að með
því að stefna í áttina til al-
menns smábýlabúskapar, þar
sem bvert heimili framleiði
eins mikið og unt er til eigin
nytja, fæðis og klæðis, verði
ráðin bót á mörgum þeim
verstu meinum, sem þjá
mcnn nú á dögum. — Það
er einmitt uppi ný stefna í
öðrum löndum um að „þenja
út landbúnaðinn“ með þetta
mark fyrir augum. Má í því
sambandi nefna tillögur og til-
raunir Henry Ford í þessu
skyni og smábýlatillögur Lloyd
George. Ef til vill er það ekki
livað síst eftirtektarvert ein-
mitt fyrir okkur, að í nágranna-
landi voru, Bretlandi, er ein-
mitt verið að þinga um nýja
lagasetningu til þess að efla
landbúnaðinn, stofna nýbýli og
setja hina atvinnulausu niður í
tugþúsundatali í sveitum. Og
það er kannske ekki úr vegi að
minnast á í þessu sambandi, að
til dæmis í Belgiu er það al-
gengt í sumum iðnaðarhéruð-
um, að verkamennirnir, jafnvel
kolanámumenn, hafi litla bú-
jörð. Konan og börnin sjá þá
vanalega um búskapinn að
mestu leyti. Yerkamaðurinn er
bartnær 16 stundir á sólarbring
C