Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2020, Blaðsíða 272

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2020, Blaðsíða 272
Að ÞEKKJA SiNN ViTJuNARTÍMA 277 Vitjunartími Í viðtölum greindi Elías frá því að persóna mannsins sem reynir við Halldór í lok Man eg þig löngum væri byggð á Þórði Sigtryggssyni, sem hefði „leitað á“ hann einu sinni þegar hann var 17 ára með þeim afleiðingum að Elíasi „brá dálítið við“.55 Þórður var fjölskylduvinur sem hafði kennt Elíasi á orgel frá átta ára aldri. Samkynhneigð hans virðist ekki hafa haft þau áhrif á ömmu Elíasar að hún teldi vafasamt að leyfa drengnum að umgangast hann, enda var Þórður vel metinn meðal margra, sjálfmenntaður á ýmsum sviðum og ekki síst í klassískri tónlist.56 Á sjötta áratugnum þróaðist náið og átakasamt samband milli Þórðar og Elíasar en engar vísbendingar eru um að nokkuð kynferðislegt hafi gerst þeirra á milli fyrr en þetta tiltekna skipti þegar Elías var 17 ára.57 Þórður hefði þó líklega viljað að hlutirnir æxluðust öðruvísi en í bréfi til Elíasar 3. desember 1950 segir hann: „Jeg hefi alt[af] harmað að ekki skuli hafa tekist betri vinátta með okkur. En það er þín sök, en ekki mín. Þú þekktir ekki þinn vitjunartíma.“58 Á árunum 1942–1943 var Elías ekki enn tilbúinn að horfast í augu við langanir sínar í garð karla. Vitjunartími hans var ekki kominn – það var hvorki kominn tími til athafna né mikilvægra heimsókna – en þó var ekki langt í hann.59 Auðveldlega má sjá fyrir sér að viðbrögð hans við áleitni 55 Hjálmar Sveinsson, Nýr penni í nýju lýðveldi, bls. 58; Pétur Blöndal, „Elías Mar. Var þetta ekki bomba?“, bls. 275–276. 56 Sjá meðal annars Elías Mar, „Aldarafmæli Þórðar“, Nýtt helgarblað, 24. ágúst 1990, bls. 24. um Þórð hefur margt verið rætt og ritað. Hann var ein af fyrirmyndum organistans í Atómstöðinni (1948) eftir Halldór Laxness og alræmd smásaga Elíasar, Saman lagt spott og speki (1960), var samin honum til heiðurs. Í þeirri síðarnefndu ræða tveir menn, sem augljóslega eru byggðir á Elíasi og Þórði, opinskátt um hómósexúalisma og ýmislegt fleira. Elías kom enn fremur að ritun endurminninga Þórðar á sjöunda áratugnum, Mennt er máttur. Tilraunir með dramb og hroka, sem komu þó ekki út fyrr en árið 2011. Sjá einnig Svavar Steinarr Guðmundsson, „„Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig“. Þórður Sigtryggsson, Mennt er máttur og íslenzk menning á tuttugustu öld“, óútgefin meistararitgerð í íslenskum bókmenntum, Reykjavík: Hugvísindasvið Háskóla Íslands, 2012, sótt 10. nóvember 2020 af http://hdl.handle.net/1946/11401. 57 Þorsteinn Antonsson hefur fjallað um stormasamt samband Elíasar og Þórðar, sjá Þorsteinn Antonsson, Þórðargleði, bls. 121 og áfram. Sjá einnig Árni Bergmann, „Hinsegin bækur og menn“, Tímarit Máls og menningar 73: 1/2012, bls. 117–132. 58 Lbs. 952 NF. Þórður Sigtryggsson. Bréf. Askja 1. Þórður til Elíasar Marar, 3. desember 1950. 59 Samkvæmt Íslenskri orðabók merkir vitjunartími „sá tími þegar e-r er heimsóttur í mikilvægum erindagjörðum“ en að þekkja ekki sinn vitjunartíma er að „vita ekki hvenær tími er kominn til athafna“. Íslensk orðabók, 4. útgáfa, ritstjóri Mörður Árnason, Reykjavík: Forlagið, 2007, sótt 10. nóvember 2020 af https://snara.is/.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.