Úrval - 01.02.1944, Side 3
}k.-L
TlMARITSGREINA I SAMÞJOPPUÐU FO..RMI
- 3. ÁRGANGUR •=> REYKJAVlK •:> JAN.-FEBR. 1944 :
Hamingjuósk.
Úr „Bréfum Matthíasar Jochumssonar“ú
Odda 2. febr. 1886.
ÓÐI, gamli vinur!
Fáeinar línur! Ferð er á
morgun út í Landeyjar, og er
Ægir leyfir, — lige lukt til de
lille Öer, som Tyrken engang
tog med Sværdet. — Gleðilegt
ár, minn góði vinur! Hefði ég
á þínum heiðursdegi synt á sel
og setzt að borði, úti hjá þér
og eyjarskeggjum, hefði ég
þrumað á þessa leið: „Sitjið
sælir að sumbli þessu, ítru, öl-
kæru eyjarskeggjar. Sýnið mér
þér þekkið svalar öldur: skelli
bjórskaflar á skerjum tanna!
Látið glaumboða garnban-
drykkju falla þungt á fálka-
strendur; og bjórboða við brúna-
himin tungu tind taka miðjan!
* TÚ'tgef. Bókadeild Menningar-
sjóðs.
Þetta bréf Matthíasar er til Þor-
steins Jónssonar, læknis í Vestmanna-
eyjum. Það er skrifað i þann mund,
er Þorsteinn hafði verið starfandi
læknir í Eyjum í tuttugu ár.
— En þú, ágæti Asklepios!
hylli þig bergmáli Heimaklett-
ur; tísti þér teistur, tíni þér
lundar sæmdar síli; syngi, gali,
skríki, skræki, skrölti, gargi
allir bjargbúar, sem bera vængi,
tignartón fyrir 20 ár! Hengi sig
Tyrkinn á háum snaga út úr
ergeisi, en amen segi skrattinn
á skjóttum, að þú skyldir stíga,
vaski vin, á Vestmanna þröm.
Gefið mér enn í gylltu horni
auka-skál, svo ei andinn þorni
Takk, takk, takk! ég tek á
lofti. Þetta þótti í sannleika
Sýrusi gott! Trítla sem tryppi
tuttugu ár; hlaupa sem höfr-