Úrval - 01.02.1944, Side 7
BR JASS TÓNLIST?
5
hvorratveggja. Gagnrýnandi
rekst þegar á það, að hvergi er
sameiginlegur grundvöllur, því
að ekkert er sambærilegt með
einleik hjá Louis Armstrong og
Josef Szigeti, né með ,,blues“
eftir Bessie Smith og nætur-
Ijóði eftir Chopin.
II.
Nú er það tízka að virða að
vettugi þetta djúp milli jass og
klassískrar tónlistar og tala um
jass á tungumáli tónmenntar.
Árangurinn er orðinn undarleg-
asti ruglingur hugtaka. Menn
hafa leyft sér að kalla það
kontrapunkt, þegar New Or-
leans músíkantamir bregða á
leik, hver sem betur getur.
Lærskellandi ,,búgívúgí“ er kall-
að „hrað-tilbrigðaform“, sam-
bærilegt við klassíska sja-
konnu.# Þegar jassblásarinn í
kæti sinni blæs gargandi falskt,
er það á leyndardómsfullan hátt
kallað „kvart-tónar“ eða „a-
tónalt“. Það gengur svo langt,
að ekki þykir lengur sæma að
dansa eftir jassi, og er það þó
einmitt það, sem frumstæðir
* Ciaccona (chaconne), klassískt
danstilbrigðaform frá tímum ítölsku
meistaranna, fyrirrennara Bachs.
höfundar hans hafa frá upphafi
ætlazt til.
Alvarlegir tónsmiðir hafa
engu síður reynt að brúa djúp-
ið. Það er auðvitað freistandi
tilhugsun, að með því að blanda
jassi við hefðbundin form, eins
og sónötu og symfóníu, væri
hægt að skapa amerískan tón-
listarhátt, enda hafa amerísk
tónskáld oft ritað jass-hljóm-
kviður, jass-konserta, jass-rap-
sódíur og jass-fúgur. En flestir
gefast upp eftir fáeinar tilraun-
ir, enda hefir engum tekizt að
nota jass til annars en yfir-
borðs-skreytingar eða flúrs, svo
sem eins og hægt er að gera við
þjóðlög frá Balí eða Alsír. Hin-
ar svonefndu jass-tónsmiðar
hafa alls ekki verið jass, enda
gæti hvert einasta jass-fiðrildi
hafa sagt til um það eftir að
hafa heyrt fyrstu tónana. Hin
stranga tónlistarbygging kem-
ur einmitt í veg fyrir þau
óbundnu tilbrigði, sem er jass-
inum eitt og allt. Eftir verður
„klassísk" tónsmíð með jass-
flúri, álíka amerísk og álíka
stílhrein og gotnesk kirkja með
grasþaki.
I hverju hggur svo þetta
óbrúanlega djúp ? Til þess að
svara því, þarf að hreinsa burt