Úrval - 01.02.1944, Page 11

Úrval - 01.02.1944, Page 11
ER JASS TÓNLIST? 9 stemningu”. Þetta er rangt, því að nú á dögum er ekki annað en örlítill hluti jassmúsíkur, sem kalla mætti hraðbrigði, og þessi fáu tilbrigði taka ekki til annars en örfárra atriða í hljóðfalli og laglínu. Erfiðustu og veiga- mestu þættir tónlistarinnar, hljómbrigði og form, eru aldrei höfð á hraðbergi í þeim jassi, sem þó er kenndur við hrað- brigði. Þessir þættir eru þvert á móti ákaflega einhæfir, hug- myndasnauðir og fram úr hófi flatneskjulegir. En þegar jass er borinn sam- an við „klassíska” tónlist, þá kemur einna berlegast í Ijós, hversu hughrifasvið hans er ákaflega takmarkað. Jassinn ræður yfir skörpum og litauðg- um tónbrigðum, en til skáldsköp- unar er hann á borð við auð- virðilegasta hrognamál. Megin- hluti hans talar til likamshreyf- inga og lætur tilfinningar með öllu afskiptalausar. Tali hann hinsvegar til tilfinninganna, þá takmarkast það við fáein einhæf hughirif: kynóra, ofurkæti, trega (í blues) og einskonar sef jandi ölvun. En af möguleik- um æðri tónlistar til að gefa x skyn trúarhrifningu, sorgarleik, rómantíska þrá, háspekilegar hugleiðingar, volduga dýrð, undrun, þjóðemistilfinningu, hrylling, algleymi, djúpan sökn- uð, fíngerða kímni, á jassinn ekki vott, og er þó allt það, sem að framan var talið, meðal meginþátta í hljómkviðuverk- um og óperum. Fagurfræðingar jassins hafa gert honum þann óleik að hrífa hann úr því umhverfi, sem honum hentar, og gefa í skyn, að hann sé margflókin og þjálf- uð list. Þar, sem jassinn á heima, í danssölum og á manna- mótum, þarfnast hann engrar afsökunar. Hann er líflegasta alþýðutónlist okkar tíma, ákaf- lega amerískur í eðli sínu, cg hann talar frísklegri tungu en nokkuð annað af sama tægi, sem Evrópa hefir öldum sarnan lagt til. Ég álít það skaða, að jassinn hefir í sinni útþynntu verzlunarmynd útrýmt allri annari alþýðutónlist í Ameríku. Stanzlaust flóð af músíkrugli, sem streymir frá Hollywood og danshljómsveitum kaupahéðna, yfirgnæfir sköpun léttari og þokkasælli stundartónlistar. — Hitt sætir einnig furðu, að sama tegund jassmúsíkur virðist einnig ætla að kæfa það litla, sem eftir er af upprunalegum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.