Úrval - 01.02.1944, Blaðsíða 19
ÞEGAR BARNI LINDBERGS VAR RÆNT
17
gerast milligöngumaður milli
Lindbergshjónanna og þorpar-
anna, heldur bauð hann einnig
fram 5000 krónur frá sjálfum
sér, til viðbótar 250.000 krónun-
um frá Lindberg, ef ránsmenn-
irnir gæfu sig fram við hann
í því skyni að skila barninu. Dr.
Condon var algerlega óviðkom-
andi maður í málinu og tilboð
hans nokkuð á annan veg en það
sem áður hafði verið boðið fram
— og því var svarað. Honum
var skrifað, og gerð skilyrðis-
laus krafa um það, að hann út-
vegaði sér umboð Lindbergs-
hjónanna til að koma fram fyrir
þeirra hönd, og að bætt yrði enn
við lausnargjaldið 100.000 krón-
um.
Slíkar nafnlausar kröfur gat
hver maður gert. En á bréfinu,
sem dr. Condon barst, voru
einkennismerkin nákvæmlega
eins og verið höfðu á fyrsta
kröfubréfinu, sem Lindberg
hafði fengið. Þetta virtist vera
sterk sönnun fyrir því, að bréf-
ið væri frá réttum aðilum. Voru
nú vandlega undirbúnir sam-
fundir Condons og ránsmann-
anna, og honum t. d. fengin
leikföng og sitthvað annað, sem
drengurinn myndi kannast við.
Átti Condon að gæta þess,
hvernig barninu, sem honum
yrði afhent, yrði við, er það
sæi þessa hluti.
Condon var stefnt á afvikinn
stað í kirkjugarði og hitti þar
umboðsmann ránsmannanna. —
En þegar hann vildi fá að sjá
barnið, svo að hann gæti sýnt
því leikföngin og séð, hvernig
því yrði við, neitaði maðurinn
því. Hefir sennilega haldið, að
einhver brögð væri í tafli.
Condon stakk þá upp á því,
að maðurinn fylgdi sér þangað
sem barnið væri, — sjálfur væri
hann óvopnaður, svo að það
væri hættulaust. Hinn færðist
undan þessu líka, — kvaðst þá
mundi verða drepinn. Sagði
hinsvegar, að barnið væri geymt
úti í snekkju einni, sem héldi
sig skammt undan landi og
bauðst til að senda Condon
náttföt drengsins til sanninda-
merkis um, að hann væri hjá
ránsmönnunum.
Þetta tilboð var uppfyllt, Lind-
berg kannaðist við fötin og taldi
þau „óyggjandi sönnun“. Fötin
voru send í pósti með Brooklyn
póststimpli og með fyrirmælum
um það, hvernig ætti að endur-
heimta barnið. En þess var
krafizt, að Lindberg greiddi
fyrirfram 350.000 kr. og aug-
3