Úrval - 01.02.1944, Side 22
20
ÚRVAD
íbúa þessarar borgar, því að barnið
fannst örent.
Eg er ákveðinn í því, að lögregla
þessarar borgar, verður nú að leggja
sig fram enn meir en nokkru sinni
áður, til þess að finna glæpamenn-
ina. Á þessari stundu sver ég þess
eið, að hinir 18.000 lögregluþjónar
skulu ekki hvíldar njóta nokkum
dag, heldur skulu þeir vera á verði
frá þessari stundu og neyta allra
ráða til að grípa þessa menn, sem
ég tel mestu vesalinga og óþokka-
glæpamenn, sem sögur fara af.“
Samtímis fyrirskipaði Hoover
forseti öllum leyni-þjónustu-
fyrirtækjum, að vinna að þessu
máli sleitulaust, þar til söku-
dólgarnir hefðu hlotið makleg
málagjöld.
í ágústmánuði, eða 5 mánuð-
um eftir barnsránið ól frú Lind-
berg annan son sinn. Var hann
skírður John Morrow, en hann
var ekki alinn upp heima að
Hopewell, heldur falinn barna-
uppeldisstofnun um sinn. En
árið eftir fóru Lindbergshjónin
með drenginn í ferðalag um
Evrópu, Afríku og Suður-
Ameríku.
Menn hættu að tala um barns-
ránið, og það var nærri gleymt,
þegar það var vakið upp af
nýju, nær tveim árum eftir að
ránið var framið, og flaug
fregnin um víða veröld. Einn
ránsmannanna, sennilega for-
sprakkinn, hafði verið hand-
tekinn. Frá þeirri stundu, er það
gerðist og allt fram á árið 1936
var nafn Hauptmanns svo að
segja daglega í heimsblöðunum.
Hann hafði óviljandi komið
upp um sig, er hann var að
taka benzín á bifreið sína í Lex-
ington Avenue, N. Y. Hann átti
að greiða 98 sent, og greiddi
með 10-dollara gull-tryggðum
seðli. Afgreiðslumaðurinn gat
þess, að búið væri að taka þessa
seðla úr umferð, svo að þeir
væru sjaldséðir. Hauptmann
hljóp þá á sig og kvaðst eiga
allmikið af þessum seðlum.
Hvorki Hauptmann né af-
greiðslumanninum var kunnugt
um, að þessir seðlar höfðu ver-
ið innkallaðir einmitt í því
augnamiði að hafa uppi á barns-
ránsmönnunum.
Þegar, er seðill þessi barst
bankanum var hann sendur lög-
reglunni, sem komst fljótlega að
þeirri niðurstöðu, að þetta væri
einn seðilinn, sem dr. Condon
hafði afhent ránsmönnunum.
Heppni var það að benzín-af-
greiðslumaðurinn hafði minnst
fyrirskipunar lögreglunnar, um
það að skrifa hjá sér númer á