Úrval - 01.02.1944, Page 23
ÞEGAR BARNI LINDBERGS VAR RÆNT
21
bifreiðum, þegar greitt væri
benzín með þessum seðlum.
Lögreglan gætti nú ítrustu
varúðar til þess að missa ekki
sökudólginn. Vörður var settur
hjá heimili hans í Bronx, en
þess var gætt að handtaka hann
ekki þar. Einn morguninn var
honum veitt eftirför, er hann ók
að heiman, og var hann hand-
tekinn á götu í New York. Að
lokinni margþættri yfirheyrslu,
var tilkynnt, að búið væri að
finna barnsránsmanninn. Lög-
reglan þóttist sannfærð um, að
svo væri. Sú sannfæring stað-
festist enn frekar, þegar leit
var gerð á heimili Hauptmanns
og fundust 65.000 krónur, fald-
ar undir gólfborði í húsi hans.
Þetta var allt og sumt, sem af-
gangs var af lausnargjaldinu.
Hauptmann varð margsaga.
En þetta sannaðist, meðal ann-
ars: Hann var Saxlendingur,
hafði setið 2 ár í fangelsi í
Þýzkalandi, fyrir þjófnað, hafði
strokið úr fangelsinu, komizt
til New York og unnið þar alls-
konar störf sem buðust. En
skömmu eftir að lausnarféð
hafði verið greitt, hafði hann
hætt að vinna, en hafði þó haft
hægt um sig, og búið áfram,
ásamt konu og barni, í húsi sínu
í Bronx. Hann sagði lögregl-
unni, að hann hefði grætt á
kauphöllinni í Wall Street.
Ennfremur sagði hann, að pen-
ingana, sem fundust heima hjá
honum, hefði hann geymt fyrir
mann einn, Fische að nafni, sem
látizt hefði í Þýzkalandi fyrir
tveim árum.
Lögreglan stefndi á sinn
fund manninum, sem borið hafði
dr. Condon tilkynninguna, og
hann kannaðist þegar við
Hauptmann, — að hann væri sá,
er gefið hefði sér dollar til þess
að fara með bréfið. Dr. Condon
kannaðist einnig við Haupt-
mann, í hópi margra fanga, —
að þar væri maðurinn, sem hann
hefði átt samninga við í kirkju-
garðinum.
Hauptmann var meðalmaður
á vöxt, skegglaus, hárið dökk-
jarpt og augun blágrá. Kona
hans hélt fast við það að: „þó
að allur heimurinn teldi hann
sekan, veit ég, að hann hefir
aldrei framið þennan glæp.“
Aldrei hafði rannsókn glæpa-
máls vakið svo almenna athygli
í Ameríku. Böndin bárust mjög
að Hauptmann á ýmsan hátt,
menn sem við málið höfðu verið
riðnir, könnuðust við „persón-
una“, rithönd hans þekktist á