Úrval - 01.02.1944, Page 27
HINN SITJANDI HER FINNLANDS
25
þegjandi samkomulag, að láta
við svo búið standa að sinni.
Nokkru neðar á þessari varð-
línu sveigir hún svo til austurs,
að ekki eru nema áttatíu stik-
ur að skotgröfum Rússa, og
daglega er þar skiptzt á kveðj-
um með hátalara. „Þetta er
allt ákaflega ánægjulegt,“ sagði
einn liðsforingjanna, ,,og ekk-
ert sérlega hættulegt, ef maður
beygir hausinn. Við segjum
þeim frá sigrum Þjóðverja, en
þeir tjá okkur ósigra þeirra,
svo að við fáum allar fréttimar
frá báðum aðilurn."
Nafnið „sitjandi her“ hafa
finnsku hermennimir gefið sér
sjálfir, í gamni. Á hemaðar-
svæðinu, sem nær röskar hundr-
að mílur inn í land frá fram-
varða-línunni, er strangt víf- og
vín-bann, og hermennimir verða
að láta sér nægja, að una við
hið þriðja atriði hinnar frægu
þrenningar — sönginn. Sérhver
flokkur, allt frá smásveitum til
heilla herfylkja, hefir reglu-
bundnar söng-samkomur, ekki
lengra frá óvinunum en svo, að
þeir geta notið skemmtunar
líka. Allsstaðar virðast vera
„akkordion“-leikarar og að
minnsta kosti ein eða tvær
fiðlur og flauta í hverjum flokki.
Ef ekki vill betur til, hafa þeir
harmóniku til að lyfta undir
og skreyta skotgrafa-söngvana.
í einni herdeildinni, sem hefst
við, þar sem eygja má kirkju-
tumana í Leningrad, og þar
sem greinilega heyrast dnm-
urnar í hinum stóru fallbyssum
á Krónstadt, hefir verið úthlut-
að rúmlega 200 útvarpstækjum
á meðal 2000 liðsforingja og
hermanna. Er þeim heimilt að
stilla tækin á hverskonar „dag-
skrár“, sem þá lystir á að hlýða,
og er þar ekki undanskilið'
áróðursútvarpið frá Moskvu,
Berlín og London. En ég veitti
því athygli, að hermennirnir
velja sér helzt symfónisk pró-
grömm og annað tónlistarefni,
hvar sem það er bezt í boði.
Til þess að hafa eitthvað fyr-
ir stafni, langa iðjuleysisdaga,
sem líða á milli árása Rússa og
æfinga, hafa hermennirnir á
Ladoga-Onega svæðinu stofn-
að einskonar ,,klúbb“, sem þeir
nefna „Aaniskinna Akademiska
klubben” í því augnamiði, að
stofna til fyrirlestrahalds og
og námskeiða fyrir námfúsa
hermenn. Hermenn, sem komið
höfðu frá háskólanum, óskuðu
að geta haldið áfram námi