Úrval - 01.02.1944, Blaðsíða 33
Rakettubyssan er merkilegasta nýungin,
sem komið hefir fram í þessu stríði.
Kúlan, sem knýr sig sjálf.
Grein úr „The American Mercury“,
eftir Harland Manchester.
PYRIR nokkrum mánuðum
*■ var skopazt að hugmynd-
um um ferlegar sprengjur, sem
áttu að þjóta upp í háloftin, en
skella síðan á mörk og sprengja
í loft upp stórbyggingar borga
með dularfullu og ægilegu
sprengiefni. Nú má hins vegar
ráða það af fregnum, sem ber-
ast frá útlöndum, að slíkt vopn
muni vera til. Hemaðarrakett-
an, sem búið var að dæma
ónothæfa vegna þess, hve óþjál
hún var í vöfum, hefir nú ver-
ið tekin í notkun aftur og full-
komnuð.
Frá Stokkhólmi berast fregn-
ir um það, að Þjóðverjar séu
að koma fyrir neðanjarðar-
rakettubyssum í grennd við
Calais, byssum sem sent geti
sprengjur til Lundúna, 100
mílna vegalengd, og er sagt, að
hver sprengja sé nokkrar smá-
lestir að þyngd. Ennfremur, að
sprengjumar séu búnar vængj-
um og að þeim sé miðað eða
stjónað í mark með firðtækjum
(radio).
Þessi fregn kom í kjölfar
ræðu Churchills forsætisráð-
herra, þar sem hann minntist
á nýja, „fljúgandi sprengju,”
sem notuð væri af þýska loft-
hernum gegn siglingum banda-
manna. Þeirri sprengju virðist
einnig vera radio-miðað, og
flugvélum er þannig unt að ráð-
ast á skip úr fjarlægð, þar sem
þær em óhultar, en vegna þess
að þær sprengjur, sem ekki hitta
mark, falla í sjóinn, er mönnum
ekki kunnugt um frekari útbún-
að þeirra.
I Tunis-sókninni kom það
eitt sinn fyrir, að sex skriðdrek-
ar voru að sniglast í áttina til
framvarða ameríska hersins.
Munaði þá minnstu, að einn
þeirra yrði fyrir sprengju, sem
sprakk rétt hjá honum með svo
ferlegum krafti, að hún tætti i