Úrval - 01.02.1944, Blaðsíða 44
42
ÚRVAL
Rétt fyrir klukkan 11.15 fór
ég inn í stofuna, þar sem
stjórnin hafði setið á fundi. Þar
sat forsætisráðherrann einn við
endann á löngu borði. Fyrir
framan hann var hljóðneminn.
Ráðherrann var alvarlegur í
bragði og þreytulegur. Rauða
ljósið kvikaði og kom síðan í
ljós. Ég hallaði mér yfir öxl
hans og sagði: „Þetta er Lon-
don. Nú mun forsætisráðherr-
ann gefa skýrslu“.
Hann hóf mál sitt, og ég var
með honum í stofunni allan tím-
ann, meðan hann las. Þótt ég
sæti fyrir aftan hann, gat ég
greinilega séð það, hverja
áreynslu það kostaði hann að
þurfa að lesa boðskap sinn.
Þótt rödd hans væri styrk og
róleg, mátti glöggt sjá, hversu
illan endi honum fannst allt
erfiði sitt hafa fengið. Enginn,
sem á hlýddi, mun gleyma hin-
um einfalda virðuleik, sem var
yfir orðum hans. En enginn tók
dýpra þátt en ég í þeirri kvöl
hans að þurfa að lýsa ófriði...
Nú vitum vér um nokkuð af
þeim örlagaríku afleiðingum,
sem orðið hafa. En okkur
fréttaþulunum liggur það í
léttu rúmi, þótt við þurfum að
segja margar fréttir og slæmar,
því að við vitum, að einhvern-
tíma kemur sá dagur, er allar
fréttatilkynningar hefjast með
þessum orðum:
„Þetta er London. Friður
hefir verið saminn".
*
Tvær stjörnur — kapteinn.
Einn naorgunn kom hún til vinnunnar með tvær skínandi
liðsforingjastjörnur í barminum. „Ert þú með kaptein?“
spurði stallsystir hennar. „Guð —• nei!“ svaraði hún. „Tveim
lautinöntum."
-—• The New Yorker.
o • o
Fyrsta skotið.
John var nýliði. Hann hafði aldrei skotið úr hyssu og var
á vakt í fyrsta skipti. Allt í einu heyrði hann þrusk i myrkrinu.
Hann skaut á hljóðið. Svo kallaði hann með titrandi röddu::
„Hver var þarna?“
— Book-of-the-Month Club News..