Úrval - 01.02.1944, Page 45
Þýzka failbyssan, sem skoíið var úr á
París, á 125 km. f'æri.
Parísardaman
Grein úr ,,Fram“,
eftir 1L. C. Rolstad majór.
Á árunum 193.8
** og 1917urðu
loftvarnir Banda-
manna æ örugg-
ari gegn loftárás-
um Þjóðverja. —
Það varð stöðugt
áhættumeira, að
varpa sprengjum
úr lofti á París.
Hins vegar var
ekki um það ef-
ast, að loftárás-
irnar höfðu mik-
il áhrif á siðferð-
isþrek íbúa borg-
arinnar, og var
því áríðandi, að þessum ógnum
væri haldið áfram. Þetta mál
var til umræðu í aðalbækistöðv-
um Þjóðverja, haustið 1916, er
ungur liðsforingi greip fram í
og sagði: „Hversvegna ekki að
skjóta á París með fallbyss-
um?“
Leitað var álits sérfræðinga
um þetta atriði, en þeir töldu
f jarstæðu, að það
væri hægt. En yf-
irmaður herfor-
ingjaráðsins lét
sér ekki segjast,
og var hópur sér-
fræðinga látinn
taka til starfa
hjá Krupp. Urðu
útreikningar og
áætlanir þeirra
brátt ærið yfir-
gripsmiklar.
Stærð og styrk-
leiki fallbyssu-
hlaupsins og drif-
orkan þurftu að
vera margfalt meiri en áður
hafði þekkzt. Eftir ítarlegar
rannsóknir komust vísinda-
mennirnir að niðurstöðu um það,
hversu mikill loftþrýstingurinn
þyrfti að vera, en þá var enn
allt í óvissu um, hvort takast
mætti að fá þar til hæft efni,
er siníða mætti úr nægilega
sterkan hlaup-hólk. — Eftir
o*