Úrval - 01.02.1944, Qupperneq 52
60
ÚRVAL
Skotin höfðu valdið miklum
skemmdum og um 1000 manns
höfðu þau drepið.
Að öllu samanlögðu mátti
segja, að þýzku „skytturnar"
hefðu haft heppnina með sér,
öll skotin féllu innan takmarka
Parísarborgar, ekkert skotið
hafði reynzt ,,blindskot“,
Bandamenn höfðu verið lengi
að leita fallbyssunnar, stór-
skotaliði þeirra hafði ekki tek-
ist að hæfa hana eða skemma,
og loks var „Parísardaman"
síðust í þeirri undanhaldslest,
sem tókst að komast aftur í
gegnum Soissons!
Hið síðasta, mikilvæga við-
fangsefni, sem fyrir „þjóna“
byssuna hafði verið lagt: að sjá
svo um, að hún kæmist ekki í
hendur óvinanna, leystu þeir
af hendi sem önnur. Þegar
undanhaldið komst í algleyming
og allt lenti í öngþveiti, var
farið með fallbyssuna til Köln.
Skömmu síðar hvarf hún af
yfirborði jarðar, og hafa ekki
fundizt neinar leyfar hennar
síðan. Rannsóknarnefnd Banda-
manna lét gera leit að henni, og
teikningum af henni, mjög
gaumgæfulega leit, sem engan
árangur bar.
En nú kunna sumir að spyrja,
hvort öll þessi mikla fyrirhöfn
hafi svarað kostnaði. Frá
tæknilegu sjónarmiði verður
svarið tvímælalaust neitandi.
Sprengjumagn kúlu, sem skotið
er á annað hundrað km. er
margfalt minna, miðað við
þyngd en venjulegrar stórskota-
liðsfallbyssukúlu — megnið
fer til að drífa kúluna áfram.
Á hinn bóginn er ekki rétt að
vanmeta hin siðferðislegu áhrif,.
sem þessi óvænta og geigvæn-
lega skothríð hafði í París, auk
þess sem hún var hið glæsileg-
asta dæmi um hugvitssemi
þýzkra vopnasmiða.
Lincoln og þrælahaldið.
Lincoln átti einu sinni í stælum við mann, sem varði þræla-
haldið mjög ákaft. „Það er min skoðun," sagði Lincoln, „að ef
drottinn hefði ætlað að skapa hóp af mönnum, sem einungis
áttu að horða, en ekkert að vinna, mundi hann hafa skapað þá
handalausa, munnur hefði nægt. Og ef hann hefði svo ætlað að
skapa annan hóp, sem einungis átti að vinna, en ekkert að borða,.
mundi hann hafa skapað þá munnlausa, hendur hefðu nægt.“
— Louis Hirsch í „Coronet".