Úrval - 01.02.1944, Qupperneq 56
54
ÚRVAL
Sjöunda stræti, og hin enda-
lausa lest bifreiða og vagna
stöðvaðist skyndilega og ég
heyrði trumbuslátt og sæi litla
manninn ríðandi hinum hvíta
hesti sínum, klæddan hinum
gamla og snjáða, grænlitaða
einkennisbúningi, þá veit ég
ekki hvað ég myndi gera, — en
ég er smeykur um, að ég yfir-
gæfi bækumar mínar, köttinn
minn, heimili mitt og allt ann-
að, og fylgdi honum, hvert sem
honum þóknaðist að leiða mig.
Þetta gerði afi minn og þó veit
guð, að hann var ekki fæddur
til þess að verða hetja. Milljón-
ir annarra manna gerðu slíkt
hið sama. Þeir hlutu engin laun
og væntu heldur ekki neinna
launa. Þeir fórnuðu lífi og lim-
um í þjónustu þessa útlendings,
sem fór með þá þúsund mílur
frá heimkynnum þeirra og leiddi
þá út í kúlnahríð rússneskra,
enskra, spænskra, ítalskra eða
austurrískra fallbyssna, og
horfði rólega út í bláinn meðan
þeir engdust í dauðateygjunum.
Og ef þið biðjið mig um skýr-
ingu á þessu, þá hlýt ég að
svara því til, að ég hefi enga.
!Ég get aðeins getið mér til um
eina af ástæðunum. Napóleon
var mesti leikari, sem uppi hefir
verið, og allt meginland Evrópu
var leiksvið hans. Hann vissi
alltaf og undir öllum kringum-
stæðum, hvað honum bar að
gera til þess að hafa mest áhrif
á áhorfendurna, og hann skildi
vel, hvaða orð voru áhrifarík-
ust. Það var sama, hvort hann
talaði hjá sfinxinum og pýra-
mídunum í egypzku sandauðn-
inni eða ávarpaði hina skjálf-
andi hermenn sína á döggvotum
sléttum Italíu, hann hafði ævin-
lega öll ráð í hendi sér. Jafnvel
þegar endalokin nálguðust, þeg-
ar hann var útlagi á lítilli kletta-
eyju í miðju Atlantshafi, sjúk-
ur maður, sem átti allt sitt und-
ir duttlungum þumbaralegs,
brezks landsstjóra, var hann
aðalpersónan í leiknum.
Eftir ósigurinn við Waterloo,
sá enginn utanaðkomandi mað-
ur hinn mikla keisara, nema
nokkrir nánustu vinir hans.
Þjóðir Evrópu vissu, að hann
var hafður í haldi á Sankti
Helenu — að brezk varðsveit
gætti hans dag og nótt — og
þær vissu, að brezki flotinn
gætti eyjarinnar. En hann hvarf
ekki úr huga nokkurs manns,
hvorki vinar né óvinar. Þegar
veikindi og örvænting höfðu að
lokum unnið bug á honum,