Úrval - 01.02.1944, Síða 57
NAPÓLEON
55
héldu hin þögulu augu hans
áfram að stara og sækja á
mannkynið. Enn í dag er hann
jafn snar þáttur í lífi Frakk-
lands og hann var fyrir hundr-
að árurn, þegar fólk féll í ómeg-
in, er það sá þennan grannleita1
mann, sem notaði heigustu
kirkjurnar í Moskvu fyrir hest-
hús og fór þannig með páfann
og aðra valdamenn á þessari
jörð, að það var eins og þeir
væru þjónar hans.
Það myndi þurfa að skrifa
mörg bindi, til þess að gefa yfir-
lit yfir æviferil hans. Það tæki
mörg þúsund blaðsíður, ef skýra
ætti frá hinni miklu, pólitísku
ummyndun hans á franska rík-
inu, hinum nýju lögum hans,
sem tekin voru upp í flestum
löndum Norðurálfu, og allri
starfsemi hans á opinberum
vettvangi. En ég get skýrt frá
því í fáum orðum, hvers vegna
honum gekk svo vel framan af
og hvers vegna honum mistókst
síðustu tíu árin. Frá 1789 til
1804 var Napóleon hinn mikli
leiðtogi frönsku byltingarinnar.
Hann barðist ekki einvörðungu
til þess að afla sjálfum 'sér
frægðar. Hann sigraði Austur-
ríki, England, Italíu og Rúss-
land, af því að hann sjálfur og
hermenn hans voru postular
hinnar nýju kenningar um
„Frelsi, jafnrétti og bræðralag“
og voru óvinir konungshirð-
anna, en vinir alþýðunnar.
En árið 1804 gerðist Napó-
leon keisari Frakka og lét sækja
Píus páfa VII. til þess að fram-
kvæma krýninguna, á sama hátt
og Leo HI. hafði árið 800 krýnt
annan franskan konung, Karla-
magnús, en það fordæmi var
ávallt í huga Napóleons.
Jafnskjótt og hinn gamli bylt-
ingarforingi var búinn að ná öll-
um völdum í sínar hendur, gerð-
ist hann einvaldi í stíl við Habs-
borgara. Hann gleymdi hinni
andlegu móður sinni, Jakobína-
klúbbnum. Hann hætti að vera
forvígismaður hinna kúguðu
og undirokuðu. Hann gerðist
foringi kúgaranna og aftöku-
sveitir hans voru sífellt reiðu-
búnar að skjóta þá, sem dirfð-
ust að rísa upp gegn vilja hans.
Enginn hafði fellt tár, þegar
síðustu leifum hins heilaga,
rómverska keisaradæmis var
varpað út á öskuhaug sögunn-
ar árið 1806; þegar síðustu
minjarnar um hina fornu, róm-
versku dýrð voru eyðilagðar af
sonarsyni ítalsks bónda. En þeg-
ar herir Napóleons höfðu ráðizt