Úrval - 01.02.1944, Page 77
LISTAMAÐUR
75
lega. „Taktu nú eftir. Þú skalt
kasta með blaðinu. Haltu odd-
inum fast milli fingranna.
Reyndu ekki að kasta með
skeptinu. Það getur enginn
nema listamaður, og það ertu
ekki ennþá orðinn. Haltu hnífn-
um fast, en þó léttilega. Settu
nú sveiflu á handlegginn. . . .
Finnurðu nú jafnvægið?“
„Nei,“ stundi drengurinn. „Ég
get það ekki . . .“
„Hvaða vitleysa er þetta?“
Macek var orðinn óþolinmóður.
„Kastaðu nú yfir höfuðið á mér
í Iistann fyrir ofan hurðina.
Herramir vita, að þú ert við-
vaningur. Ekki hræddur. Kast-
aðu!“
Pilturinn reikaði. Hnífurinn
titraði í hendi hans. Loks kast-
aði hann. Hnífsblaðið blikaði í
sólskininu. Síðan heyðist hár
smellur, og hnífurinn féll til
jarðar.
„Full-hátt,“ sagði Macek eins
og kennari, sem leiðréttir mis-
tök. Hann gljáði í framan af
svita. En hann hélt áfram: „Dá-
lítið minni snúning á hnífinn.
Aftur.“
Pilturinn skalf á beinunum.
Með starandi augum kastaði
hann öðrum hníf. Nú small
hnífsoddurinn í hurðinni, jafn-
hátt höfði Maceks og örskammt
frá útréttri hendinni.
„Þetta var betra,“ sagði Ma-
cek hátt og skýrt. „Þér gengur
vel og þér skal ganga betur.
Ekkert liggur á. Þú ert nem-
andi. Ég vildi óska, að herrann
til hægri vildi færa sig örlítið.
Skugginn hans getur ruglað
piltinn.“
Hermaðurinn færði sig. Pilt-
urinn skalf eins og fiðlustreng-
ur. Hann kastaði aftur, örlítið
hærra og nær höfði Maceks.
Síðan aftur, og nú virtist hníf-
urinn nema við eyrað á Macek,
sem hélt áfram að tala, án þess
að þoka sér hársbreidd.
„Nú treystirðu þér of vel,“
sagði hann hörkulega. „Þetta
var gott kast, en það er betra
að þú æfir þig einu sinni eða
tvisvar.“
Pilturinn opnaði munninn til
að mótmæla því, að hann treysti
sér um of, en Macek tók fram í
fyrir honum:
„Kastaðu nú! Tjaldið er kom-
ið upp. Áhorfendurnir bíða!
Kastaðu!“
Annar hnífur kom fljúgandi,
hátt og hinum megin við höfuð
Maceks. Síðan annar, rétt ofan
við handlegg hans, og síðan
hver af öðrum. Macek var orð-