Úrval - 01.02.1944, Blaðsíða 78
76
■Qrval,
inn náfölur og svitinn bogaði af
andliti hans, en hann skipaði
fyrir, stutt og skýrt, rétt eins
og hver annar íþróttakennari.
Hann ætlaði sér bersýnilega að
halda athygli piltsins við köst-
in. En áreynslan var of mikil
fyrir drenginn. Hann fór allt í
einu að snökta, milli þess er
hann kastaði. Heyrðist fyrst
veikt snökt, og hnífur small í
hurðinni, síðan axrnað hærra, og
annar hnífur flaug af stað.
„Þetta er ágætt hjá þér,“
sagði Macek, en röddin var far-
in að skjálfa, þrátt fyrir það
taumhald, sem hann hafði á
sjálfum sér. „Einu sinni enn, og
þá munu herramir láta þig
sleppa.“
Pilturinn rétti upp þrettánda
hnífinn, og var nú farinn að há-
gráta,
„Ég get það ekki,“ sagði hann
með ekka. „Ég get ekki meir.“
Hnífurinn féll til jarðar, og
pilturinn faldi andlitið í gaupn-
um sér.
„Ach, Liebchen,“ sagði
foringinn glottandi. „Ekki að
gráta, elskan mín. Við skulum
hugga þig. Svona falleg stúlka
ætti ekki að ferðast um landið
með loddara, þegar nóg er um
hermenn . . .“
Macek gleypti munnvatn sitt.
Hann stóð enn í sömu sporum
og stellingum og hann hafði
staðið, meðan þessi afkáralega
sýning hafði farið fram.
„Herr Oberleutnant,11
kallaði hann í örvæntingu,
„stóðst frændi minn prófið?'
Megum við nú fara yfir brúna?“
„Hann gat ekki kastað hníf-
um umhverfis þig allan,“ sagði
foringinn glottandi. „Ach nein.
Þú hefir ekki kennt nemanda
þínum vel. Líklega ekki kennt
henni neitt. Og nú roðnar hún
þín vegna, af því að þú varst að
skamma hana. Þú ferð til aðal-
stöðvanna, en við höldum henni
hérna eftir og huggum hana,
þangað til frekari fyrirskipan-
ir koma.“
Ef Macek hefði ekki verið í
rauða, útsaumaða silkivestinu,
hefði hann getað verið hverrar
þjóðar loddari sem var. Hann
leit einhvern veginn hálf an-
kannalega út, þar sem hann stóð
þarna aumkvunarverður eftir
hina árangurslausu tilraun sína
til að afstýra vandræðum. Samt
var einhver virðuleikasvipur yf-
ir honum. Það var virðuleiki
þess manns, sem getur gert
einn hlut meistaralega vel og
veit það sjálfur. Macek vissi