Úrval - 01.02.1944, Page 79
LISTAMAÐUR
77
hvað hann gat, og nú neytti
hann kunnáttu sinnar.
Hægri hönd hans færðist
hægt að skepti hnífs, sem stóð
á oddinum í hurðhmi. Hann
kippti honum út og kastaði hon-
um léttilega, eins og þeir einir
kasta, sem árum saman hafa
þjálfað þá list. En hann kastaði
hnífnum ekki á foringjann,
heldur á varðmanninn. Varð-
maðurinn var með byssu. Hníf-
urinn blikaði á lofti, meðan Ma-
cek rétti vinstri hendina út og
tók annan hníf, sem hann kast-
aði. Og næstum samtímis rétti
hann út hægri höndina, greip
þann þriðja og kastaði af ægi-
legri markvísi. Hann var eini
maðurinn í Evrópu, sem gat
haldið þrem hnífum á lofti og
samtímis kastað báðum hönd-
um hnífum að aðstoðarmanni
sínum, með jöfnu milhbili allt
kringum líkama hans á fimmtán
metra færi. Hann stóð nú gleiður
á stuttum fótum sínum og kast-
aði hnífunum af hraða og ná-
kvæmni, án þess að svo virtist,
sem hann flýtti sér neitt að
ráði.
Þetta tók ekki nema fjórar
sekúndur. Varðmaðurinn hneig
niður með hníf í hjartastað. Það
korraði í foringjanum, þegar
hnífurinn flaug í háls hans.
Hermaður hné niður og æpti af
sársauka, annar fékk hníf í bak-
ið eftir misheppnaðan flótta.
Einn hermannanna ætlaði að
grípa riffil varðmannsins . . .
Annar tók til fótanna og hljóp
í króka . . . Macek hæfði þann
síðasta, sem flýði eins og fætur
toguðu, á sautján metra færi.
Hann rétti úr sér og staulað-
ist frá hurðinni. Rauð blóðrák
rann niður hálsinn úr öðru eyr-
anu. Hann þurrkaði sér vand-
lega með vasaklútnum.
„Betra gat það verið,“ sagði
hann seinlega. „Eg hafði nærri
því misst af einum þeirra. En
það var af því að mig kenndi
til, þegar ég rykkti eyranu af
hnífnum, sem negldi það við
hurðina. Samt sem áður hefði
ég átt að geta gert þetta betur.“
Stúlkan var enn há-snöktandi.
„Þegiðu nú,“ sagði Macek
hörkulega. „Ef þú værir frændi
minn en ekki frænka, þá mynd-
irðu ekki gráta. Farðu inn í
húsið og gáðu að mat. Þeir eru
ekki fleiri. Þeir þurftu auðvitað
allir að flykkjast á sýninguna,
af því að hún kostaði ekkert.“
Síðan bætti hann við háðslega:
„Kuldalegir áhorfendur, þessir
Þýzkarar! Ætli maður kannist