Úrval - 01.02.1944, Blaðsíða 86
„Hversdag-slegur atburður —
sem verður þó ætíð kraftaverk".
Auga fyrir auga.
Grein úr „Collier’s“,
eftir Philip Harkins.
/\ GISTIHÚSI einu í New
York beið ungur Kanada-
maður eftir því með óþreyju,
að skurðlæknir, sem hann hafði
leitað til, hringdi sig upp í sím-
anum. Hann myndi verða blind-
ur æviiangt, ef ekki tækist að
fá ofurhtla bót af hornhimnu,
3em nýlega hefði verið tekin af
auga annars manns, og fella
hana 4 hans auga.
Homhimnan er á stærð við
tuttugu og fimm-eyring. Hún
er gagnsæ, næfurþunn og hvelf-
ist yfir sjáaldur og augastein
eins og gler á úri.
Það er ekki hlaupið að því, að
komast yfir auga, sem er
með nothæfri hornhimnu. —
Það verður að vera úr manni
sem er nýdáinn, eða manni,
sem er fús til að fórna auga, til
þess að blindur maður geti
fengið sjónina. Eða þá úr manni,
sem sakir meiðsla, — sem þó
mega ekki hafa skemmt horn-
himnuna, — hefir reynst nauð-
synlegt að taka úr auga. Hægt
er að flytja augað borga á milli
loftleiðis, sé vandlega um það
búið í ís. En skurðlæknar vilja
ógjaman eiga undir því, að
Iengra líði en 12 klukkustundir,
þangað til það er notað.
Loks komu skilaboð frá lækn-
inum um að honum hefði tekizt
að útvega nothæfa hornhimnu.
Ungi maðurinn komst allur á
loft af fögnuði og eftirvænt-
ingu. Á næstu klukkustundum
myndi verða svarað þeirri
spurningu, sem kvalið hafði
hann árum saman: Myndi hann
fá sjónina aftur? Myndi þessi
vandasamasta allra augna-að-
gerða takast?
Fymi aðgerðinni var lokið á
20 mínútum. Hálfum mánuði
síðar vom umbúðirnar teknar
frá auganu og kraftaverkið
hafði gerzt! I gegnum hinn litla,
skyggða „glugga“, sem settur
hafði verið á annað augað, gat
ungi maðurinn greint fingur