Úrval - 01.02.1944, Blaðsíða 93
IBN SAUD, ARABlUKONUNGUR
91
sínum saman. En þrátt fyrir
það, að Saudar mega ganga að
eiga stúlku af Rashid-ætt, mega
Rashidar ekki kvænast stúlku
af Saud-ættinni.
Arabíu er skipt í þrjú megin-
pvæði. Með sigri sínum yfir
Rashid-ættinni árið 1901 náði
Ibn Saud á sitt vald miðsvæð-
inu, sem kallað er Nejd. Árið
1914 náði hann Hasa-svæðinu
á austurströndinni af Tyrkjum
og árið 1926 náði hann á sitt
vald Hejaz-svæðinu á vestur-
ströndinni af konunginum í
Hejaz. Sigur hans yfir Hejaz,
hinu heilaga landi Múhammeds-
trúarmanna, meðfram strönd-
um Rauða hafsins, gerði hon-
um kleift að endurreisa hið
forna Saud-konimgsríki. Er Ibn
Saud hafði látið krýna sig til
konungs í Saudi-Arabíu, hélt
hann innreið sína í hina heigu
borg Mekka, klæddur tötrum
eins og pílagrímur.
Hið fyrsta af hinum vestrænu
menningartækjum, sem Ibn
Saud tók í þjónustu sína, var
bíllinn. Hann hefir nú meira en
þúsund bíla í ríki sínu. Þegar
konungurinn fer í hina árlegu
pílagrímsför til Mekka með alla
fjölskyldu sína, hefir hann oft
um 500 bíla í förinni, þar með
taldir farangursbílar, bílar fyr-
ir þjóna, verði, matsveina, við-
gerðarmenn og hjarðir af fé og
kjúklingum til neyzlu á leiðinni.
Þessar árlegu ferðir konungs
til Mekka, þar sem saman eru
icomnir 250 þús. pílagrímar, eru
aðaltekjulind hans. Fyrr á dög-
um, þegar þessir pílagrímar
voru álitnir sjálfsögð bráð fyrir
ræningja og stigamenn, gátu
þeir jafnvel ekki farið síðasta,
50-mílna spölinn milli Jedda og
Mekka án vopnaðrar fylgdar.
Samkvæmt gamalli venju mátti
Arabi, sem skorti eitthvað nauð-
synlega, taka það frá öðrum
Araba, sem hafði allsnægtir. En
konungurinn bannaði öll rán og
tgripdeildir, til þess að pílagrím-
arnir gætu farið ferða sinna í
fyllsta öryggi, og því til trygg-
ingar kom hann aftur á hinum
gömlu hegningum við ránum og
morðum — afiimun og háls-
höggvun.
Með bættum samgöngum í
ríkinu hefir Ibn Saud tekizt að
koma góðu skipulagi á það.
Með ágætu loftskeytakerfi fylg-
ist hann með öllu, sem gerist
innanlands, og það betur, held-
ur en menn frá löndum, sem
hafa flóknara stjórnarkerfi,
geta gert sér í hugarlund. Þó