Úrval - 01.02.1944, Qupperneq 100
98
ÚRVAL
að sér eða Napoleon komið til
leiðar. Þið hafið byggt eins
konar stálrisa til að vinna fyrir
ykkur. Hann stritar dag og
nótt, sumar og vetur, hann
verður aldrei þreyttur, krefst
aldrei sumarleyfis, gerir aldrei
neinar kaupkröfur og gengur
aldrei í neitt verklýðsfélag. —
Og þó,“ hugsaði ég, þegar ég
sat í glerhúsinu í gærkveldi og
horfði á þennan stritandi stál-
risa, „eruð þið, sem hafið skap-
að þetta, sífellt að rífast um,
hver eigi að stjórna því. Það er
ekki langt síðan þið urðuð að
setja hervörð í kringum verk-
smiðjuna til þess að varna því,
að stór hópur ykkar — verka-
mennimir — réðust á þennan
vinnufúsa þræl, sem fæðir ykk-
ur alla og klæðir, og eyðilegðu
hann. Þið eruð snillingar í að
finna upp og byggja, en ykkur
bregst bogalistin, þegar þið eig-
ið að fara að stjóma því, sem
þið hafið fundið upp.“
,,Já, en hvað skal gera, Gray-
son?“ sagði Pitwell.
,,Ég er bara sveitamaður,“
sagði ég, ,,og þekki þetta svo
lítið. En ég gat ekki varizt
þeirri hugsun í gærkveldi, þeg-
ar ég var að tala við manninn
í glerhúsinu, að ef takast mætti
á einhvem hátt að vekja hann,
láta hann í sannleika finna stór-
fengleik, mikilvægi og fegurð
starfs síns, mundi hann verða
allur annar maður, ánægðari og
betri verkamaður.
Mér fannst í gærkveldi, að ef
mér finndist sjálfum ég vera að
verða að eins konar skiptistöng
eða straumrofa — sálarlausum
vélstilli — í þessu vélbákni, eins
og maðurinn í glerhúsinu, mundi
ég geta tekið upp á hverju sem
væri, jafnvel að brjóta vélarn-
ar, til þess að sanna að ég væri
raunverulegur maður.“
,,Já,“ sagði Pitwell, ,,þú skalt
ekki halda, að ég hafi ekki
hugsað um þetta líka.“ Svo leit
hann kankvíslega á mig og
spurði: „Grayson, ert þú ham-
ingjusamur?"
Þetta er nærgöngul spuming.
En sá sem gagnrýnir, verð-
ur vissulega að vera við því
búinn, að svara slíkri spurn-
ingu. Því að sá gagnrýnandi,
sem ekki hefir öðlazt skilning
og komizt í sátt við sjálfan sig
(sem er eins nærri sannri ham-
ingju og hægt er að komast)
hefir engan rétt til að gagnrýna
aðra. Ég svaraði strax (þó að
ég hafi stundum síðan verið í
vafa!):