Úrval - 01.02.1944, Side 101
MAÐURINN 1 GLERHÚSINU
99
,,Já, ég er hamingjusamur.
Einu sinni geisaði borgarastyrj-
öld innra með mér, og þá var ég
óhamingjusamur. Nú veit ég
hver ég er; og hvað ég er að
reyna að gera. Ég veit hver er
tilgangur lífsins.“
„Hver er þá tilgangur lífs-
ins?“ spurði Pitwell.
„Tilgangur lífsins er að skapa
sífellt betri og göfugri menn.
Allt sem ég er og allt sem ég
hefi, á að þjóna þessum eina
tilgangi. Það á að leitast við að
skapa skilning á dásemdum og
sannleika lífsins, og veita öðr-
um mönnum hlutdeild í þeim
skilningi; að gera lífið að einum
ævintýralegum rannsóknarleið-
angri; að kenna okkur að horf-
ast óttalaus í augu við sorgir
og andstreymi. Ef ég hefði get-
að látið manninn í glerhúsinu
sjá það sem ég sé, og finna það,
sem ég finn, mundi líf hans hafa
gerbreytzt.“
Pitwell sagði ekkert.
„Ef borgin skapar gott og
göfugt og fallegt fólk, þá er hún
góð borg; ef verksmiðjan skap-
ar góða menn, þá er hún góð
verksmiðja. Það er ekki nóg að
framleiða stál í verksmiðju."
Ég hefi stundum síðan orðið
hálf sneyptur, þegar mér hefir
orðið hugsað til þess, hvað ég
talaði mikið í þetta skipti. Og
þó — er það ekki skylda okkar
að svara í einlægni, þegar við
erum spurð í alvöru, hvað við
álítum að sé sannleikurinn um
lífið — hinn eini sanni tilgang-
ur þess?
Við vorum þögulir það sem
eftir var leiðarinnar heim. Þeg-
ar við kvöddumst fyrir utan
heimili Pitwell, leit hann á mig
og sagði:
,,Já, ég býst við að þú hafir
rétt fyrir þér, Grayson. Það er
ekki nóg að framleiða stál í
verksmiðju."
• •
g F Þ Ú segir alltaf sannleikann, þá þarftu aldrei að muna neitt.
— Mark Twain.
o*o
J>AÐ ERU til ýmsar góðar varnir gegn freistingum, en örugg-
ust þeirra allra er hugleysi.
Mark Twain.