Úrval - 01.02.1944, Blaðsíða 112
110
■ÚRVAL
hefi ég verið sviftur ritstörfum
mínum, og ég hefi ekki verið
neitt, eða ég hefi gengið um án
lífs, sem ógreinilegur skuggi í
martröð alheimsins. Sannleik-
urinn er sá, að án vitandi tján-
ingar, án orða, án máls, er per-
sónuvitund mín ekki til. Tilvera
mín er án tilgangs, og ég gæti
eins verið dauður eða nafnlaus.
Það er guðlast að lifa þannig.
Það er svívirðing gagnvart guði.
Það táknar að okkur hefir
ekkert miðað öll þessi ár.
Þetta er ástæðan til þess að
ég er aftur búinn að fá ritvélina
mína, og hefi við hliðina á mér
hlaða af hreinum skrifpappír,
og sit í herberginu mínu, mett-
uðu af tóbaksreyk, með mynd
af föður mínum sem vakir yfir
mér — þetta er ástæðan til
þess að mér finnst sem ég sé
nýrisinn upp frá dauðum. Ég
ann lífinu, lifandi skynjun,
starfandi hugum. Ég ann lif-
andi vitund. Ég ann samræmi.
Og sérhver maður sem hefir
neista guðs í sér á að skapa líf;
og sérhver maður á að skapa,
sína eigin vitund, og sitt eigið
lífssamræmi, því að hvorugt er
til í sjálfu sér. Aðeins ringulreið
og ósamræmi og ljótleiki er til
í sjálfu sér. Ég hefi sagt að ég
sé innilega trúaður. Ég er það.
Ég trúi að ég lifi og ég
hlýt að vera trúaður ef ég
trúi svo dásamlegu kraftaverki.
Og ég er þakklátur og ég er auð-
mjúkur. Ég lifi, látum því árin
endurtaka sig að eilífu, því að
ég sit í herberginu mínu, bind
í orð sannleikann um verund
mína, kný fram staðreyndir úr
tilgangsleysi og ósamræmi.
Og líf þessa andartaks verð-
ur aldrei þurrkað út. Það er
ofar tíma.
Ég fyrirlít verzlun. Ég er
ungur maður, á enga peninga.
Stundum getur ungum manni
orðið mikið úr lítilli fjárupp-
hæð, stundum geta peningar,
fyrir kaupmátt sinn, verið hon-
um þýðingarmeira en allt annað.
Ég fyrirlít verzlun, en ég játa
að ég ber dálitla virðingu fyrir
peningum. Þeir eru, þegar öllu
er á botninn hvolft, býsna þýð-
ingarmiklir, og það var margra
ára skortur á peningum, sem
að lokum leiddi föður minn til
dauða. Það hæfði ekki svo fá-
tækum manni að ganga í þeim
fötuni sem faðir minn vissi að
að hann verðskuldaði; þess
vegna dó hann. Ég vildi gjarn-
an eiga næga peninga til að
geta lifað einföldu lífi og skrif-