Úrval - 01.02.1944, Page 123
EINSTEIN
121
frægustu vísindamönnum, sem
uppi hafa verið. Honum þótti
það engu varða, þó að háskól-
arnir í Utrecht og Leyden byðu
honum stöðu sem prófessor.
Hann hugsaði með söknuði til
gamla tímans, þegar hann var
skrifstofuþjónn og undjrgefinn
Dr. Halle — þá hafði hann nóg
næði, til þess að halda áfram
rannsóknum sínum í kyrrþey,
án; viðhafnar og veilzuhalda,
Loks tók hann boði um að
verða prófessor við Berlínar-
háskóla, því að hann varð að
vinna fyrir konu sinni og börn-
um.
Meðan hann gekk um götur
hins prússneska höfuðstaðar,
hélt hann áfram að auka og
fullkomna afstæðiskenningu
sína. Fyrstu uppgötvanir hans
höfðu leitt til margra athygl-
isverða afleiðinga, en jafnframt
höfðu þær - vakið mikinn
fjölda nýrra spurninga. Ein-
stein varð haldinn „djöfullegri
foryitni“, sem knúði hann til að
reyna að grafast fyrir rætur
sannleikans að fullu og öllu —
greina hljóðfall stjarnanna
gegnum hljómkviðu tíma og
rúms. Hann hallaði sér meira og
meira að fiðlimni, er honum
gafst tóm, og lék lög eftir sjálf-
an sig, sem gáfu hugsununum
lausan tauminn.
En þessar hugsanir hans
urðu brátt fyrir miklum trufl-
unum, þegar heimsstyrjöldin
fyrri brauzt út. Hin viðkvæma
lund Einsteins varð skelfingu
lostin. „Þetta stríð er svívirði-
legur og villimannlegur glæpur.
Eg vildi heldur láta höggva mig
í stykki, heldur en að taka þátt
í svo viðbjóðslegu athæfi.“
En þeir voru fáir, sem hlust-
uðu á hann. Það var engin
þörf fyrir skapandi hugsun
í heimi, sem var ákveðinn í að
tortíma sjáifum sér. Öil gildi
eru afstæð . . .
Meðan á styrjöldinni stóð,
lifði Einstein í þeim heimi, sem
hann hafði sjálfur skapað. Hann
lokaði sig inni í litlu og ósjá-
legu þakherbergi í einu af f jöl-
býhshúsum Berlínarborgar og
vann að því að skýra og sanna
höfuðatriðin í afstæðiskenningu
sinni. Eitt sinn klifraði hann
upp stiga til þess að hengja upp
mynd í herbergi sínu. En af því
að hann var dálítið utan við sig,
varð honum fótaskortur, svo að
hann hrapaði niður á gólf. Þeg-
ar hann stóð upp, fór hann að
íhuga oi’sakir fallsins. Þetta
fall úr stiga í þakherbergi Eim