Úrval - 01.06.1948, Page 3
Nr. 3
TlMARITSGREINA I SAMÞJOPPUÐU FORMl
7. ÁRGANGUR •:> REYKJAVlK •:> MAl—JÚNÍ 1948
Tveir amerískir uppeldisfraeðingar
gera grein fyrir skoðun sinni á —
Uppeldi og frjálsrœði.
Úr „Vár Tid“,
eftir L. E. Travis og D. W. Baruch.
OEM börn eigum við að fá að
^ sýna óhindruð viðbrögð. Það
er að vísu hægt að stöðva barn
í athöfnum sínum, það er hægt
að bæla þær niður með valdi,
en af því leiðir aðeins, að það,
sem var ætlun barnsins, fær
leynda útrás. Út á við standa
foreldrarnir kannske með pálm-
ann í höndunum, en óafvitandi
hafa þau ef til vill sáð í hug
barnsins frækorni, sem mun
eitra líf þess seinna. Öll gleymd
áhrif, sem við höfum orðið fyr-
ir, setja svip sinn á okkur og
ráða að miklu leyti gerðum
okkar.
Vísindamaður nokkur las á
hverjum degi í 90 daga þrjá
valda kafla úr grískum bók-
menntum fyrir 15 mánaða gaml-
an son sinn. Að þeim tíma liðn-
um valdi hann nýja kafla, og
þannig hélt hann áfram þang-
að til drengurinn varð þriggja
ára. Fimm árum síðar hafði
drengurinn alveg gleymt þess-
um köflum. Vísindamaðurinn
las þá grískan kafla, sem dreng-
urinn hafði aldrei heyrt fyrr, og
hætti ekki fyrr en drengurinn
kunni hann utan að. Því næst
fór hann eins að með einn af
köflunum, sem drengurinn hafði
hlustað á áður, og síðan fleiri,
og kom þá í ljós, að drengur-
inn var miklu fljótari að læra
þá kafla en hinn, sem hann hafðí