Úrval - 01.06.1948, Page 5
UPPELDI OG FRJÁLSRÆÐI
3
kvöl, og sem við munum nú ekki
lengur — höfum við stjakað
burt úr vitund okkar, því að
þær tilfinningar ollu okkur ó-
bærilegs sársauka. En það sit-
ur eftir í undirvitundinni. Við
eigum að gjalda varhug við að
láta slíkt safnast fyrir í börn-
unum. Við eigum að gleðjast yf-
ir því, þegar börnin fá útrás
fyrir óánægju sína. Því að ef
barnið fær útrás, er óánægju-
efnið úr sögunni fyrir fullt og
allt. En ef það neyðist til að
bæla niður gremjuna, getur hún
seinna leitað útrásar á annan
hátt, þó að við gætum þá svar-
ið fyrir, að slík útrás eigi nokk-
uð skylt við reynslu bernsku-
áranna.
Ef faðirinn bannar barninu
eitthvað — og það getur ver-
ið nauðsynlegt — er eðlilegt, að
barnið reiðist. Ef það ræðst á
föður sinn og ber hann með litlu
hnefunum, verður það því til
góðs, því að þá fær gremja þess
útrás strax. Viti það aftur á
móti, að það verði flengt, ef
það hagar sér þannig, og stillir
sig af þeirri ástæðu, er hætta
á ferðum; þó getur hættan lið-
ið hjá, ef barnið fær útrás eftir
á með því t. d. að brjóta rúðu í
húsinu.
Um ósamkomulag og áflog
systkina er ekki nema gott eitt
að segja, og foreldrarnir ættu
miklu frekar að hafa áhyggj-
ur út af þægum börnum.
En ef barnið er svo kúgað
og niðurbælt, að það heldur reiði
sinni leyndri, er alvarleg hætta
á ferðum. Að því er virðist, verð-
ur það vel upp alinn drengur,
sem aldrei rellar og er hlédræg-
ur og feiminn. En sem fullorð-
inn maður verður hann ófram-
færinn, skaplaus, auðmjúkur en
ósköp vingjarnlegur miðlungs-
maður, sem aldrei afrekar neitt.
Hann verður bældur alla sína
æfi. En geðið getur líka dulbú-
ið sig þannig, að foreldrarnir
láti blekkjast. Andlegri vanlíð-
an, sem tjáir sig í reiði, er sjald-
an sýnd miskunn, en líkamlegri
vanlíðan mætir samúð og um-
hyggja; þetta lærir barnið ó-
sjálfrátt af reynslunni, og óaf-
vitandi leitar hin andlega van-
líðan þess útrásar í líkamlegum
sjúkdómseinkennum. — Stund-
um skeður það, að drengurinn
leggur fæð á allt, sem líkist föð-
urnum. Hann vill ekki verða
sterkur og karlmannlegur. Hann
verður kvenlegur. Hann viii
ekki koma fram við stúlkurnar
eins og karlmaður, hann mun