Úrval - 01.06.1948, Qupperneq 13
TVENNSK. MÆLIKVARÐI 1 KYNFERÐISMÁLUM
11
Þetta gæti skýrt niðurstöðu,
sem ég hef komizt að, og sem
sennilega mun valda skelfingu
meðal siðapostula okkar, en hún
er sú, að eins áreiðanlegt og það
er, að ekkert er öruggara til
að eyðileggja hjónaband en ó-
trúmennska konunnar, er hitt
jafnvíst, að mörg hamingjusöm-
ustu hjónabönd, sem ég þekki
eru þau, þar sem maðurinn er
otrúr — á laun. Þegar konan er
°trú, er það sennilega merki
Urn, að hjónabandið sé þegar
tarið út um þúfur. Hún hefur
ekki fengið þörf sinni á að helga
einum manni ást sína fullnægt.
Ef hún reynir nógu víða, mun
iiún fyrr eða síðar finna ann-
an mann, sem hún getur yfir-
fert ást sína á, og mun þá sam-
bandið við eiginmanninn rofna
endanlega.
En það eru önnur, og að ég
hygg sterkari bönd, sem binda
nianninn við konu sína heldur
en holdleg trúmennska ein sam-
an; hann skaðar því ekki til-
finningar sínar til konunnar, þó
að harm rói, stöku sinnum, á
önnur mið. Fyrir karlmanninn
er holdlegt samneyti miklu frek-
ar það, sem kalla mætti að seðja
lyst, heldur en upphafning á-
stríðu í æðra veldi, og lystin
dvínar, ef matseðillinn er sá
sami ár eftir ár. Maður, sem
er kvæntur fallegri konu, hætt-
ir að taka eftir fegurð hennar
eftir nokkur ár, því að kunnug-
leikinn sljóvgar hjá honum þær
kenndir, sem fegurð hennar vek-
ur hjá öðrum. Sama máli gegn-
ir á kynferðissviðinu, þó að
þungbært sé að þurfa að segja
það í návist kvenna; það deyf-
ir að lokum hina sterkustu sið-
ferðisvitund að vera kynferðis-
lega bundinn einni konu. Af at-
hugunum á hjónaböndum vina
minna og kunningja áætla ég að
flestir eiginmenn fari að verða
þreyttir á konum sínum eftir tíu
ára hjónaband.
Hvað skeður þá? Maðurinn,
‘sem viðurkennir aðeins einn
mælikvarða í kynferðismálum,
heldur áfram að vera konu sinni
trúr, þó að það sé honum til
ama (hvort sem hann viður-
kennir það fyrir sjálfum sér eða
ekki). Hann öfundar piparsvein-
ana. Hann fer smátt og smátt
að líta á konuna sem tálma á
vegi sínum til auðugra lífs. Þetta
á einkum við, ef hann hefur lát-
ið hjá líða að „sá villtum höfr-
um“ í æsku. Hann sér nú fram
á þá tíma,þegartækifærinhætta
að bjóðast, og hann fer að iðr-