Úrval - 01.06.1948, Page 24
22
ÚRVAL
að um trygga fjárfestingu sé að
ræða.
Auk þessa skorts á kaupend-
um málverka, hafa þau ekki
neinu hlutverki að gegna í hin-
um þröngu húsakynnum nú-
tímaheimila. Byggingarlist nú-
tímans lætur hangandi myndum
ekki eftir mikið veggrúm.
Smekkur samtíðarinnar kýs
heldur að veggfletinum sé ekki
íþyngt; hann kýs óbrotnar lín-
ur og mikla birtu.
Ég þekki nýtízku málara, sem
búa í nýtízku húsum, þar sem
þeir hengja jafnvel ekki sínar
eigin myndir á veggina. Málara-
stofan er út af fyrir sig; hún er
verkstæði, þar sem gerðar eru
myndir handa fólki, sem enn
býr í gamaldags húsum.
Til þess að skilja, hvað skeð
hefur, og hvers vegna málara-
listin hefur glatað öllum tengsl-
um við raunveruleika lífsins,
verðum við að bera saman hlut-
verk nútímalistamannsins og
listamanna fyrri tíma.
Fram að sextándu öld voru
listmálararnir handverksmenn.
Almennt talað voru þeir ekki
eingöngu málarar. Þeir höfðu
verkstæði, sem leystu af hendi
hvers konar innanhússkreyting-
ar, og þeir, sem fólu þeim verk-
efnin, voru venjulega kirkju-
höfðingjar, stundum borgaráð,
stundum prinsar.
En það voru alltaf pöntuð
verk, og það voru alltaf verk,
sem ætlað var sérstakt hlutverk.
Pöntunin, sem kirkjan gerði hjá
glermálaranum, var jafnýtarleg
og nútímasamningur um bygg-
ingu á verksmiðju.
Allir hinir miklu málarar
miðaldanna og endurreisnar-
tímabilsins, allt til Michaelang-
elo, voi'u handverksmenn, er
unnu samkvæmt formlegum
samningum.
Svo, þegar tímar liðu, voru
málararnir og myndhöggvar-
amir látnir sjálfráðir um að tjá
sinn eigin persónuleika, eins og
við kölliun það. Þeim voru enn
falin sérstök verk að vinna —
til dæmis að mála mannamynd-
ir — en yfirleitt má segja, að
málararnir hafi tekið sér meira
frjálsræði í efnisvali — við-
fangsefnin urðu samstillingar,
landslag, og loks tóku þeir að
mála „abstrakt“.
Auðugur listunnandi á mið-
öldum mundi aldrei hafa getað
skilið, hvers vegna hann ætti
að greiða gull fyrir tilgangs-
lausa samsetningu hringa og
ferhyrninga. Ef stungið hefði