Úrval - 01.06.1948, Page 26
24
ÚRVAL
haldin, sýndi þrjá menn, sem
voru að skoða myndirnar af
miklum dugnaði, og sex aðra,
sem höfðu látið fallast á bekk,
utan við sig og örmagna, ofur-
liði bornir af listinni.
Ég gleymi aldrei rödd frá
Ameríku, sem heyrðist í Flor-
ence á ítalíu: ,,Ö11 þessi and-
skotans list,“ sagði hún, ,,hún
er ekki til annars en að sjóða á
manni lappirnar."
Það er ekki hægt að treysta
söfnunum til að sýna sönn
listaverk. Opinberum lista-
söfnum vissulega ekki heldur,
því að til þess að mynd fengi
þar aðgang þyrfti samþykki
nefndar. Ef eitthvað væri var-
ið í myndina, færi ekki hjá því,
að einhverjum nefndarmanna
geðjaðist ekki að henni.
Og til þess að móðga engan
myndu því ekki verða tekin
nema miðlungsverk, sem væru
svo þrautleiðinleg, að allir
myndu láta sér á sama standa
um þau.
Robert Graves hefur sagt:
„Ég yrki kvæði fyrir ljóðskáld
. . . fyrir fjöldann skrifa ég
óbundið mál, og ég er ánægður
með, að almenningur viti ekki,
að ég fáist við neitt annað.“
Ég ætla að leyfa mér að um-
skrifa þessi orð hans. Myndir
œtti að mála fyrir málara. Fyrir
fjöldann œttu listamennirnir aö
skapa nytsama hluti, og vera
ánægöir meö, aö almenningur
viti ekki, aö þeir fáist viö neitt
annaö.
Ljóðskáldin hafa fyrir löngu
lagað sig eftir kringumstæðun-
um. Þau fá sér venjulega at-
vinnu í banka eða á skrifstofu
og yrkja ljóð sín á helgum. Ég
legg til að málaranir fari eins
að.
Sumir þeirra geta orðið sér-
fræðingar í teiknun á einhverju
sviði — verkfræðingar eða arkí-
tektar. Öðrum getum við falið
að leysa af hendi sérstök list-
ræn verkefni, gert hjá þeim
pantanir, jafnýtarlegar og þær,
sem listamenn miðaldanna
fengu.
Og þá mun, þegar tímar líða,
hefjast nýtt blómaskeið í list-
inni, líkt og á miðöídum.
ooQ)<x>
Þegar konumar eru orðnir jafningjar okkar, líður ekki lang-
ur tími áður en þær verða ofjarlar okkar. — Cato.