Úrval - 01.06.1948, Side 36
34
tJRVAL
lampa, sem sendu frá sér rauð-
gult ljós, byrjuðu tilraunajurt-
irnar samstundis að vaxa.
Fyrstu tilraunajurtirnar voru
stiklingar. Þeir voru fljótastir
að skjóta rótum við rauðgult
ljós og döfnuðu vel. Blá-hvítt
ljós reyndist ekki nærri eins vel.
Rauðgula Ijósið reyndist jafnvel
betur en sólarljósið.
Þetta voru merkilegar niður-
stöður, sem leiddu fljótlega til
nýrrar uppgötvunar. Úr því að
rauðgula Ijósið reyndist svona
vel, lá næst fyrir að reyna, hvort
ekki mætti minnka ljósmagnið.
Vísindamönnunum til mikillar
undrunar kom þá í Ijós, að stikl-
ingarnir uxu ágætlega þó að
ljósið væri minnkað niður fyrir
100 kerti. í samanburði við þann
ljósstyrkleika, sem hingað til
hafði verið notaður við rækt-
unartilraunir, var þetta mjög
lítið. Jafnvel þó að ljósið væri
minnkað niður í 40 kerti, gaf
það í sumum tilfellum eðlilegan
vöxt.
Þetta er mjög mikilvægt at-
riði að því er kostnaðarhliðina
snertir, jafnvel þó að gert sé
ráð fyrir meira en 100 kerta
fluorescentljósi.
Til þess að rækta fræplöntur,
þurfti aftur á móti meira ljós,
og rauðgult eða blátt Ijós reynd-
ist ekki bezt við þær, heldur hið
„mjúka, hvíta“ fluorescentljós,
sem almennt er notað til lýs-
ingar, stundum ásamt bláhvítu
ljósi.
Annað merkilegt atriði kom
í ljós við þessar tilraunir. Ef
fræplönturnar eru ræktaðar við
þann hita, sem hæfir þeim bezt
— þ. e. við lágan hita, þarf miklu
minni birtu. En ef hitinn er auk-
inn, þarf jafnframt að auka
birtuna.
#
Hvaða hagnýtt gagn má hafa
af þessum uppgötvunum?
Á tilraunastöð landbúnaðar-
ins hafa þegar verið gerðir neð-
anjarðargarðar. Það eru lítið
annað en gryfjur, sem grafnar
eru í jörðina. Eín þeirra er t. d.
3 X11 metra gryfja, reft og
klædd innan viðarkola-hellum-
Veggir og loft þarf að vera vel
einangrað, en að öðru leyti eru
þessir garðar miklu ódýrari og
einfaldari í byggingu en venju-
leg gróðurhús.
Fyrir þá, sem búa norðarlega
er það mikilvægt atriði, að þessi
ræktunaraðferð krefst ekki sér-
stakrar upphitunar, jafnvel á
köldum vetrum. Þó að fluore-
scentlampar gefi ekki frá sér