Úrval - 01.06.1948, Síða 41

Úrval - 01.06.1948, Síða 41
LÆKNIR I THULE 39 annað en láta sér þykja eins vænt um þau og sín eigin börn. Það var ótrúlegt, hve margir komu í heimsókn, einkum á sunnudögum. Fyrst kom fólkið á öllum tímum dags og oft með smábörn með sér. Ég hætti á að skapa mér óvinsældir með því að fastsetja ákveðinn heim- sóknartíma og banna gestum að koma með ungböm vegna smithættu. En eftir að prest- urinn hafði skýrt frá ástæð- unni til breytingarinnar einn sunnudag eftir messu, bar ekki á neinni óánægju. Auðvitað voru hvorki sæl- gætisbúðir, ávaxtabúðir eða blómabúðir fyrir utan litla timbursjúkrahúsið í Thule, en gestirnir komu alltaf með eitt- hvað handa sjúklingunum, ný- skotinn fugl, auðvitað hráan, krækling, ný rjúpnafóörn, soðið tófulæri, frosin andaregg, sels- augu eða bara selskjöt. Þessar gjafir komu að góðu gagni og hjálpuðu mér í viðleitni minni til að útvega eins mikið af nýrri, náttúrulegri fæðu og unnt var. Það er gaman þegar sjúklingur kemur í lækniserindum. Hann kemur inn í læknisstofuna, segir ,,góðan daginn“, sezt niður og fer að tala um veiði sína frá því við hittumst síðast. Hann fær kannski glas af öli eða bolla af kaffi, en hann lætur ekkert uppi um það, hvort hann er í venjulegri heimsókn — en sú er oft reyndin — eða hvort hann þarfnast læknis. Svo stendur hann upp og segist þurfa að fara, en getur þess um leið, að hann sé nú raunar veikur af hinu eða þessu og þurfi kannski læknishjálpar við. Yfirleitt komu margir til vitjunar, einkum vegna minni- háttar meiðsla eða til að láta draga úr sér tönn. Flestir höfðu góðar tennur, en endajaxla þurfti að taka úr mörgum. Sjúklingurinn sezt þá rólegur í venjulegan stól og tönnin er tekin án deyfingar, en Græn- lendingar eru mér sammála um, að deyfing sé óþörf. Laun mín eru venjulega þakklátt fegins- bros. Mikilvægur þáttur í læknis- störfum mínum eru vitjanir á heimilunum. Að utan líkjast húsin öil ferhyrndum moldar- hrauk með mjórri álmu út úr. Þessi álma er fjögra til átta metra löng. Á enda hennar eru dyr, sem maður skríður í gegn- um og síðan eftir löngum gangi inn í sjálft húsið. Húsið er að-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.