Úrval - 01.06.1948, Síða 43
Forstjóri ameríska náttúnigripasafnsins
i New York seg'ir frá atkugunum sínum
á ástalífi hvalanna.
Astalíf hvalsins,
IJr bókinni „Under a Lucky Star“,
eftir Roy Chapman Andrew.
l^G gley-mi aldrei, þegar ég
sá hval koma upp við skips-
hliðina í fyrsta sinn. Sjórinn var
spegilsiéttur og ég sá hann sjö
metra undir yfirborðinu. Það
var risavaxin ófreskja, sem
náígaðist örskjótt yfirborðið,
tuiz hún gaus eins og neðan-
sjávareldfjall rétt undir fótum
mér. Ég sá nasaholurnar þenj-
ast út og volgur, daunillur gufu-
strókur gaus framan í mig. I
sömu svifum reið skutulskotið
af og ég þeyttist aftur á bak.
Ég skreið að lunningunni og sá
bregða fyrir sporði, sem lyftist
og féll niður af svo miklu afii,
að nægt hefði til að mola bátinn
okkar mélinu smærra. Svo datt
allt í dúnalogn og ekkert heyrð-
ist nema þyturinn í línunni, sem
dauður hvalurinn dró með sér
niður í djúpin. Þetta kom fyrir
nokkrum sinnum áður en ég
vandist því svo, að ég gæti tekið
af því myndir.
Það var mér alltaf jafnheill-
andi viðfangsefni að velta því
fyrir mér, hvað fram færi undir
yfirborðinu, þegar við vorum að
elta hvalatorfur. Oft sá ég hval-
ina vera að éta í makindum, en
svo var skyndilega eins og gefið
væri merki, og þeir hófu sig á
loft og hurfu á samri stundu í
djúpið. Stundum komu þeir
aftur upp fyrir aftan skipið,
rufu yfirborðið í beinni röð eins
og sveit hermanna á göngu.
Hvernig höfðu þeir samband sín
á milli? Það vitum við ekki og
munum sennilega aldrei vita. Og
hvernig geta þeir kafað niður á
dýpi, sem mundi mola stálbyrð-
ing kafbáts eins og eggjaskurn,
og komið svo aftur upp á yfir-
borðið andartaki síðar, örskjótt
eins og lax í stökki? Ekkert er
hættulegra fyrir kafara en að
koma of hratt upp á yfirborðið,
þegar þeir hafa verið á miklu
dýpi. Þá myndast loftbólur í