Úrval - 01.06.1948, Page 46
Taktu upp farangur þinn og
njóttu lífsins!
Grein úr „This Week Magazine“.
eftir Ibbie Bryan.
[7RÚ Dowell er orðin öldruð
kona — öldruð og þreytt.
Bömin hennar eru öll gift, og
manninn sinn missti hún fyrir
nokkrum árum. Hún dundar hitt
og þetta og reynir að hafa ofan
af fyrir sér með því.
Um daginn sagði hún við mig,
og var hnuggin: „Þú veizt, að
ég hef raunar aldrei verið eins
og heima hjá mér í þessari ver-
öld. Ég hef álltaf verið eins
og manneskja, sem er um nætur-
sakir í gistihúsi, og telur ekki
ómaksins vert að taka upp far-
angur sinn fyrir svo stutta við-
dvöl. Það var svo margt, sem
mig langaði að gera — margt
smávægilegt — og ég var alltaf
að segja við sjálfa mig, að ég
mundi láta verða af því, en mér
fannst ég aldrei vera komin á
áfangastað.“
Meðan ég hlustaði á þessi orð
hennar, fór ég að hugsa um allt
fólkið í heiminum, sem er stöð-
ugt að fresta því að taka upp
farangur sinn. Þetta fólk ætlar
sannarlega að lifa lífinu, þegar
. . . ja, þegar börnin eru komin
upp . . . þegar það hefur meiri
peninga . . . þegar það fær
betri íbúð . . . þegar það fær
atvinnu, sem því fellur reglu-
lega vel. Það ætlar að lesa,
stunda tómstundadútl, nema í
bréfaskóla og styrkja böndin
við vini sína og kunningja. Það
ætlar að taka upp allan far-
angur sinn!
En eins og er hefur það engan
tíma til slíks. Þannig líða dag-
sentímetra langir. Munnflip- því hjá því, að meiri sjór en
arnir á ungunum eru að minnsta mjólk fari upp í ungann þegar
kosti fimmtán sm. þykkir og hann sýgur, nema hann geri það
trýnið er frammjótt. Ekki fer ofansjávar.