Úrval - 01.06.1948, Side 48
46
ÚRVAL
tók ég rögg á mig, opnaði ferða-
töskuna og tók upp úr henni
allar myndirnar og blómakerin.
Um hádegið hafði herbergið
mitt skipt um svip — það var
ekki lengur eins og „leiguher-
bergi með húsgögnum." Það er
að vísu ekki alveg eins og her-
bergið, sem mig dreymir um, en
það er þó eitthvað sérkennilegt
og skemmtilegt við það.
Á samri stundu ákvað ég að
„taka upp farangur minn“. Ég
fór í bókasafnið og náði mér í
þrjár bækur, sem ég hafði ætlað
mér að lesa undanfarin fimm ár.
Ég gerði spjaldskrá yfir kunn-
ingja mína, og ég fór að hringja
í nokkra þeirra á hverju kvöldi,
til þess að heilsa upp á þá. Ég
er jafnvel farinn að iðka dag-
legar gönguferðir. Auðvitað
geri ég enn framtíðaráætlanir.
Ég reyni að hrinda þeim í fram-
kvæmd. En á meðan ætla ég að
lifa lífinu!
Flest fólk lifir lífinu í draumi
um einhver framtíðarafrek. í
gærkvöldi heyrði ég sérstaklega
fallegt nýtt lag í útvarpinu. Það
var eftir ungt og efnilegt tón-
skáld, sem við getum kallað
Jonny. Fyrir nokkrum áruin
vann Jonny á teiknistofu, og
Tom vinur hans vann þar líka.
Þeir ætluðu báðir að koma sér
áfram á listasviðinu; Jonny
ætlaði að semja sönglög, en Tom
ætlaði að mála.
Jonny fór að semja lögin. Tom
er ennþá að ræða um fyrir-
ætlanir sínar. Hann hefur ekki
gert alvöru úr því að taka upp
farangur sinn. Þegar hann
verður sextugur, mun hann
segja með söknuði: „Þegar ég
var ungur, langaði mig til að
verða málari. Ég hafði hæfi-
leika í þá átt. En ég gerði
aldrei alvöru úr því, af ein-
hverjum ástæðum.“
Það er vissulega engin ástæða
til þess að lifa lífinu sem
ókunnur maður í ókunnu landi.
Láttu sem þú sért heima hjá
þér. Taktu upp farangur þinn
og komdu þér fyrir — í stað
þess að bíða „betri tíma,“ sem
ef til vill koma aldrei.
★ ★ ★
Fólk rifst venjulega af því að það getur ekki rökrætt.
— G. K. Chesterton.