Úrval - 01.06.1948, Qupperneq 50
48
tJRVAL
þess að virðast hið minnsta
hrædd við byssuna.
Eiginmaðurinn stóð kyrr við
dyrnar og miðaði byssunni á
rúmið.
— Farið í fötin, maður,
hvað sem þér nú heitið, og þú,
Soffía, þú verður kyrr, þar sem
þú ert.
Hún smeygði sér undir sæng-
urfötin. Það sázt ekki annað af
henni en augun, sem störðu með
ákefð á hverja hreyfingu eigin-
mannsins.
Elskhuginn var nú kominn í
fötin og horfði skjálfandi á hús-
bóndann, eins og hann væri að
spyrja, hvað hann ætlaðist fyrir.
— Hve mikla peninga hafið
þér á yður? spurði eiginmaður-
inn kaupmennskulega.
— Sögðuð þér peninga?
— Alveg rétt. Peninga. Hve
mikið hafið þér ?
Elskhuganum létti við að
heyra hverdagslegt orð sem
„peninga". Hann roðnaði dá-
lítið, vætti varirnar með tung-
unni og sagði:
— Ég hef sjálfsagt eina þrjú
hundruð dali á mér.
— Ágætt. Hafið þér nokkuð
af því í silfri ? Að minnsta
kosti einn dal í silfri, á ég við.
— Áreiðanlega, áreiðanlega.
Ég hef áreiðanlega tvo, þrjá
dali.
— Einn nægir, sagði eigin-
maðurinn kuldalega. Fáið kon-
unni minni dalinn. Hún vinnur
ekki kauplaust.
Þegar eiginkonan heyrði þessi
orð, kipptist hún við eins og
sparkað hefði verið í hana, reis
upp á kné í rúminu og sagði í
bænarrómi:
— Nei, gerðu þetta ekki,
Chirps. í guðs bænum, gerðu
þetta ekki! Þetta er ekki eins
og þú heldur. Þetta var bara
sorglegur misskilningur. Það
var í fyrsta skifti. Ég sver við
líf barna okkar, að það var í
fyrsta skifti, og ég lofa því upp
á æru og trú, að það skal aldrei
koma fyrir aftur.
Og meðan hún var að segja
þetta, krossaði hún sig marg-
sinnis.
En hann var ósveigjanlegur,
lét sem hann hefði ekki skilið
hana, og sagði með skipandi
rödd:
— Þegiðu kona!
Svo snéri hann sér á ný að
manninum:
— Fáið henni silfurdalinn,
heyrið þér það. Hún hefur
sannarlega unnið fyrir honum.
Þér getið ekki neitað því, ha ?