Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 68
66
ÚRVAL
að sparka í stýrið öðru hverju
barst kalt sjávarloft gegnum
rifurnar. Neðan á vængjunum
voru forarslettur — hluti af
Rooseveltflugvellinum — sem
sletzt höfðu á þegar hann hóf
sig til flugs. Lindibergh varð
tíðlitið á þessar slettur, sem
voru rúma armslengd frá hon-
um, og þær gerðu honum æ
gramara í geði.
Allt í einu komu nokkrir dílar
í ljós, lítið eitt til suðurs. Lind-
bergh þorði varla að treysta
þreyttum augum sínum. Voru
þetta líka hillingar? Hann lækk-
aði flugið. Það voru fiskibátar!
Þá hlaut land að vera skammt
undan. Lindbergh hringsólaði
yfir einum bátnum og hægði á
hreyflinum. Hann hafði beðið
lengi eftir að bera fram spurn-
ingu sína. „I hvaða átt er
lrland?“ kallaði hann. En fiski-
maðurinn sat hreyfingarlaus í
sæti sínu. Lindbergh steig aftur
á benzíngjafann og tók aftur
stefnu sína.
Land! Jafnvel í nýtízku risa-
flugvél er fyrsta landsýnin eftir
úthafsflug heillandi. Þegar
strandlengjan birtist fram-
undan og kvöldsólin sló gullstöf-
um á Dingleflóa fer ekki hjá
því að flætt hafi út úr fullsælu-
bikar hins þreytta flugmanns.
Valencia! Suðvesturoddi Ir-
lands! Hann var á hárréttri leið.
Og svo hófust síðustu fimm
flugtímarnir á þreyttum en
sigrihrósandi vængjum. í fögn-
uði sigurslns virtist svefnjnn
nú engu máli skipta. Leiðin lá
,yfir írland, yfir England,
snoturt og snyrtilegt, yfir
Ermarsund í friðsælum ljósa-
skiptunum — það var eins og að
fylgja samhljómi kvöldklukkn-
anna heim á leið. Þegar rökkrið
var orðið að myrkri, bentu flug-
vitarnir milli London og Parísar
með öruggum fingrum á leiðar-
enda.
París! Þarna var Charles
Augustus Lindbergh frá St.
Louis í Montana í Bandaríkjun-
um allt í einu farinn að hring-
sóla í kringum Eiffelturninn,
5808 km. og 33 y% klukkustund
frá New York. Hann lækkaði
flugið í löngum sveigum og
furðaði sig á hinni miklu um-
ferð í París á laugardagskvöldi
og hinum ótrúlega manngrúa
umhverfis flugvöllinn — og allir
horfðu til himins.
Þegar Andi St.Louis renndi
sér niður á grasvöllinn, barst
mannhafið eins og alda í áttina
til hans og hundrað þúsund