Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 76
74
ÚRVAL
appelsínur. Eftir nokkra daga
hafði jafnvel treggáfaðasti
sjimpansinn lært að gera mun
á gjaldgengum peningum og
„fölskum“ peningum.
Þegar spilapeningunum og
látúnspeningunum var fleyg*t
á gólfið í búrinu þar sem Alfa,
Búía og Bimba bjuggu, en það
voru þrír kvenapar, rifust þær
um spilapeningana og stálu
þeim hver frá annari hvenær
sem þær sáu sér færi. En þær
snertu aldrei látúnspeningana.
Hegðun þeirra sýndi greini-
lega, að hvítu spilapeningarnir
höfðu hagnýtt gildi fyrir þær.
Næsta spuming var: myndu
aparnir vilja vinna til að afla
þeirra?
Til þess að fá svar við þeirri
spurningu útbjó dr. Wolfe
handa þeim vinnuvél. í hvert
skipti, sem handfangi vinnuvél-
arinnar var lyft mátti ná appel-
sínu úr henni. Svo færðist hand-
fangið sjálfkrafa aftur í sömu
skorður.
Þegar sjimpansarnir höfðu
lært á vinnuvélina, voru hvítir
spilapenjingar látnir í hana í
staðinn fyrir appelsínur, og
þeim var síðan leyft að kaupa
eina appelsínu fyrir hvern pen-
ing. Þeir unnu eins fúslega fyrir
peningum og appelsínum, og
lögðu á sig að lyfta þungri byrði
til að vinna sér inn ,,peninga“.
Þegar settir voru látúnspen-
ingar í vinnuvélina, voru þeir
ófáanlegir til að vinna. Þeir
höfðu lært að meta gildi pen-
inganna.
Hver sjimpansi hefur sér-
stæðan persónuleika, og þeir eru
engu ólíkari hver öðrum að
skapgerð en mannfólkið. Velti
er einn af þeim, sem illa helzt á
peningum. Hann vann af kappi
á meðan honum var leyft að
hlaupa yfir að sjálfsalanum og
eyða peningunum jafnóðum. En
hann gerði verkfall, þegar hann
var neyddur til að bíða klukku-
stund með peningana í hönd-
unum.
Mósi og Bimba voru sparsöm.
Þau voru fús að vinna við vinnu-
vélina og safna spilapeningum
jafnvel þó að ekki væri hægt að
eyða þeim fyrr en daginn eftir.
En þegar tækifæri bauðst til að
eyða peningunum, kröfðust þau
að fá fljóta afgreiðslu.
Einu sinni var sjálfsalinn
stilltur þannig, að eftir að
apamir höfðu sett peningana í
rifuna urðu þeir að bíða í
nokkrar mínútur áður en appel-
sínurnar komu í ljós. Mósi hafði